fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 14:30

Sigríður Margrét Oddsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við óskum kennurum til hamingju með nýjan samning en við höfum verulegar áhyggjur af því hvort innistæða sé fyrir svona miklum launahækkunum. Við veltum því líka fyrir okkur hver á að borga,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í viðtali við RÚV.

Samningur sem kennarafélögin og samninganefnd sveitarfélaganna skrifuðu undir í gærkvöld felur í sér 24% launahækkun á fjögurra ára tímabili, þar af 8% hækkun strax.

Sigríður telur þessar hækkanir langt yfir því svigrúmi sem er almennt til launahækkana á vinnumarkaðnum:

„Svigrúmið til launahækkana almennt er svona á bilinu þrjú og hálft til fjögur prósent. Það er það svigrúm sem samræmist verðstöðugleika í landinu. Það er það svigrúm sem jafngildir framleiðniaukningu. Við vitum það að ef við hækkum laun umfram þetta svigrúm fáum við það til baka í hærri verðbólgu og hærri vöxtum.“

Sigríður hefur áhyggjur af áhrifum þessa samnings á verðbólguþróun og óttast að hann geti valdið launaskriði:

„Okkar mat er það að hið opinbera eigi að hætta leiða launaþróun í þessu landi. Við sáum að hið opinbera gerði það í síðustu samningum, lífskjarasamningum, það er bara kominn tími til að skipta um vinnubrögð,“ segir Sigríður Margrét í viðtali við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla