fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Vilja flagga alla daga

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. febrúar 2025 13:00

Íslenski ríkisfáninn á Lögbergi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Kveður frumvarpið á um að íslenska fánanum verði flaggað við Alþingishúsið og Stjórnarráðshúsið daglega.

Nánar tiltekið er þarna um að ræða ríkisfánann sem einnig er kallaður tjúgufáninn. Samkvæmt vef stjórnarráðsins er hann eilítið frábrugðinn hinum almenna íslenska þjóðfána. Þar er ríkisfánanum lýst með eftirfarandi hætti:

„Hann er að því leyti frábrugðinn hinum almenna þjóðfána, að ytri reitir hans eru þrefalt lengri en stangarreitirnir og klauf er upp í hann að framan, skorin eftir beinum línum, sem dregnar eru frá ytri hornum fánans inn að miðlínu hans á þann hátt að þær skera innjaðra ytri reitanna, þar sem saman koma 4/7 ytri og 3/7 innri hluta lengdar þeirra. Þar sem nefndar línur nema við arm rauða krossins er hann þverskorinn.“

Íslenski ríkisfáninn.

Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Guðrún Hafsteinsdóttir en meðflutningsmenn eru Diljá Mist Einarsdóttur og Vilhjálmur Árnason en hin tvö síðarnefndu styðja framboð hinnar fyrrnefndu til formanns Sjálfstæðisflokksins.

Frumvarpið kveður á um að ríkisfánanum verði flaggað við Alþingishúsið og Stjórnarráðið frá klukkan 8 að morgni til klukkan 21 á kvöldin og að fánarnir verði lýstir upp í skammdeginu.

Færri fánar

Þingmennirnir þrír taka málið í arf frá Birgi Þórarinssyni, fyrrum þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem flutti það á fjórum löggjafarþingum án þess að það næði fram að ganga. Greinargerð þingmannanna þriggja með frumvarpinu er því afar stutt og þar eru ekki reifuð nein rök fyrir þessari breytingu en með því að vísa í frumvarp Birgis er væntanlega byggt á sömu röksemdafræslu og í greinargerðum hans.

Í frumvarpi þingmannanna þriggja hefur þó verið gerð sú breyting frá frumvarpi Birgis að ekki er lengur kveðið á um að ríkisfánanum skuli flaggað við byggingu Hæstaréttar Íslands, embættisbústað forseta Íslands og skrifstofu hans í Reykjavík. Í greinargerðinni segir að þessar breytingar hafi verið gerðar á frumvarpinu með tilliti til athugasemda sem hafi borist.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill