fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Gunnarsdóttir formaður VR hefur að frumkvæði stjórnar félagsins sent bréf til fjármálaráðherra þar sem hún óskar eftir því að skattaleg meðferð styrkja félagsins til félagsfólks vegna sálfræðiþjónustu verði sambærileg og styrkja vegna líkamsræktar og sjúkraþjálfunar. 

Í grein sinni bendir Halla á að VR hafi um árabil vakið athygli á því misræmi sem er á skattalegri meðferð styrkja stéttarfélaga eftir því til hvers styrkurinn er veittur. 

Sérstaklega er hrópandi misræmi á milli styrkja sem félagsfólk nýtur eftir því hvort það vill rækta sína andlegu eða líkamlegu heilsu. Þannig eru styrkir til líkamlegrar endurhæfingar og líkamsræktar, sem hefur forvarnagildi, undanþegnir tekjuskatti upp að ákveðnu marki ár hvert. Það þýðir að félagsfólk VR sem nýtir varasjóð sinn til endurgreiðslu á sundkorti, sjúkraþjálfun eða líkamsrækt fær styrkfjárhæðina að fullu. 

Félagsfólk sem vill hins vegar nota sjóðinn sinn til að létta undir með þeim mikla kostnaði sem getur hlotist af því að leita sálfræðiþjónustu þarf að greiða skatt af styrknum. Félagi sem á til dæmis 30 þúsund krónur inni í varasjóði getur nýtt þær krónur að fullu til að fara í ræktina eða í golf, en félagi sem vill styrkja geðið með aðstoð fagaðila fengi um 18.600 krónur og ríkissjóður rest.

Skýringa leitað fyrir áratug

Halla segir að VR hafi fyrir áratug óskað skýringa frá ríkisskattstjóra á þessu misræmi og segir ljóst að sálfræðiþjónusta getur að mati skattsins hvorki talist til endurhæfingar né forvarna. Segir Halla að þegar rannsóknir benda til þess að um 25% fólks á vinnumarkaði glími við geðheilsuvanda og enn fleiri við andlegar áskoranir hljóti að vera tímabært að taka þessar reglur til endurskoðunar.

Þrátt fyrir að styrkir stéttarfélaga dugi skammt við að mæta útlögðum kostnaði vegna óniðurgreiddrar sálfræðiþjónustu, þá er það engu að síður mikilvægt að andlegri heilsu sé ekki skipað skör lægra en hinn líkamlegu í reiknilíkönum hins opinbera. Greiðslur úr Sjúkrasjóði VR hækka stöðugt vegna geðheilsu og mikið vantar upp á að geðþjónusta sé nægileg og aðgengileg. Almennt telur VR að sálfræðiþjónusta eigi að teljast hluti af heilbrigðisþjónustu og vera gjaldfrjáls þeim sem hennar þarfnast. En á meðan svo er ekki er sjálfsögð krafa að launafólki sé ekki gert að greiða tekjuskatt af styrkjum stéttarfélaga vegna útlagðs kostnaðar við sálfræðiþjónustu.

Segist Halla binda vonir við skjót svör.

„Við bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við þessari sjálfsögðu kröfu stjórnar VR. Geðheilsa er líka heilsa!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist