fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Bryggjan brugghús komið á sölu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingahúsnæði við Grandagarð 8 í Reykjavík er komið í sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Veitingastaðurinn Bryggjan brugghús var síðast rekinn í húsnæðinu, en DV greindi frá því föstudaginn fyrir viku að búið væri að skella í lás á staðnum.

Sjá einnig: Skellt í lás á Bryggjunni brugghús og eigendur gjafabréfa áhyggjufullir

Fasteignin er 899,7 fm og var húsnæðið byggt árið 1947. Fasteignamat er 348.850.000 kr. og er óskað eftir tilboði.

Hægt er að ganga inn í húsnæðið frá Grandagarði að framanverðu en einnig er hægt að ganga inn frá austurhlið hússins sem er beint á móti höfninni en þar er líka útisvæði með stórum timburpalli.

Í nánari lýsingu á eigninni segir að komið er inn í flísalagt anddyri. Stór bar er fyrir miðju og til hliðar er veitingasalur og þar eru í dag bruggtæki en staðurinn er meðal annars þekktur fyrir að brugga sinn eigin bjór. Bak við barinn er fullbúið eldhús og kælar. Meðfram suðurhlið hússins er veitingasalur sem er með gluggum sem snúa út að bryggjunni og þar fyrir utan er útisvæði með stórum timburpalli. Staðurinn er fallega innréttur með vönduðum innréttingum. 

Húsnæðið hefur verið í leigu en leigusamningur er útrunninn og húsnæðið því laust til afhendingar fyrir kaupanda við kaupsamning. Öll tæki og búnaður sem er til staðar í húsnæðinu getur fylgt með í kaupunum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“