fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Safna undirskriftum gegn framkvæmdunum í Breiðholti

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 4. janúar 2025 16:30

Húsið er afar þétt upp við fjölbýlishús við Árskóga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Settur hefur verið á laggirnar undirskriftalisti gegn framkvæmdunum við Álfabakka 2A til 2D sem liggja við hliðina á Árskógum í Breiðholti.

„Undirrituð gera alvarlegar athugasemdir vegna framkvæmda við Álfabakka 2A-2D, 109 Reykjavík. Við álítum að húsið og starfsemin sem þar á að vera sé algjörlega á skjön við samfélagið, gangi gegn markmiðum skipulagslaga og stefnu Reykjavíkurborgar í grænni byggð,“ segir í tilkynningu með undirskriftalistanum á síðunni island.is.

Segir að íbúar séu uggandi yfir möguleikanum á stóraukinni umferð, sér í lagi vegna þungaflutninga, um svæðið. Efast þeir að framkvæmdirnar standist mat á umhverfisáhrifum. Einnig telja þeir að byggingarmagn og hæð byggingarinnar muni hafa mikil áhrif á skuggavarp og valda skerðingu á sólarljósi, sem muni hafa mjög neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa nærliggjandi húsa.

Þá telja íbúar að málsmeðferð þessa máls hafi verið fyrir neðan allar hellur og langt frá því í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Samráð og upplýsingaflæði Reykjavíkurborgar hafi verið ófullnægjandi og ekki uppfyllt kröfur stjórnsýslu eða skipulagslaga.

„Við krefjumst þess að framkvæmdir verði stöðvaðar á meðan unnið er að farsælli lausn málsins öllum í hag,“ segir að lokum.

Undirskriftalistann mál nálgast hér en hann rennur út þann 24. janúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna