fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Gömul eldstöð rumskar: Páll segir stöðuna áhugaverða

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. ágúst 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Einarsson jarðfræðingur segir að ástæða sé til að fylgjast með þróun mála í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Skjálftahrina varð þar á laugardag en ekki hefur gosið á þessu svæði síðan á landnámsöld.

Páll ræðir þetta og stöðu mála á Reykjanesskaganum í samtali við Morgunblaðið í dag.

Um er að ræða virkt eldstöðvakerfi og segir Páll að óvenjumargir skjálftar hafi orðið þar á laugardag. Hann nefnir þó að áður, síðustu tvö til þrjú ár, hafi jörð skolfið á þessu svæði en þó sé ástæða til að fylgjast með þróun mála. Það sé alls óvíst hvort hún leiði til eldgoss.

Á vefnum islenskeldfjoll.is kemur fram að eldstöðvakerfi Ljósufjalla hafi verið nokkuð virkt á nútíma en síðast varð þar lítið basaltgos á 10. öld. Bent er á að stærsta hraunið þeki um 33 ferkílómetra og er gostíðni síðustu 10 þúsund ára að meðaltali um eitt eldgos á 400 ára fresti. Miðað við þetta má því segja að eldstöðin sé komin á tíma.

Páll segir í Morgunblaðinu að eldstöðin teljist ekki hættuleg í samanburði við aðrar íslenskar eldstöðvar og gosin sem þarna hafa orðið flokkist ekki undir miklar hamfarir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“