fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fréttir

„Kjötárásir“ eru nýjasta taktík Pútíns í Úkraínu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 04:11

Rússneskir hermenn á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínskir hermenn segja að Rússar séu farnir að nota nýja og hrottalega aðferð þegar þeir ráðast á varnarlínur Úkraínumanna. Hafa úkraínsku hermennirnir skýrt þessa aðferð „kjötárásir“.

BBC segir að bardagarnir í fremstu víglínunum í Úkraínu verði sífellt grimmdarlegri og nú hafi Rússar tekið nýja aðferð í notkun, svokallaðar „kjötárásir“.

BBC hefur eftir Anton Bayev, lautinant í úkraínska þjóðvarðliðinu, að í þessari aðferð felist að Rússar sendi hermenn sína beint að úkraínsku hermönnunum og þar með í opinn dauðann því Úkraínumenn neyðast til að skjóta þá og koma þá um leið upp um staðsetningu sína.

„Rússarnir nota þessar herdeildir í flestum tilfellum aðeins til að sjá hvar vopnin okkar eru staðsett og til að þreyta hersveitirnar okkar. Okkar fólk er í sínum varnarstöðvum og berst en þegar fjórar-fimm bylgjur koma á einum degi og við verðum að eyða þeim, þá er það mjög erfitt. Bæði líkamlega og andlega,“ sagði Bayev.

Eins og gefur að skilja þá kostar þessi aðferð Rússa mörg mannslíf, sem Pútín er auðvitað alveg sama um, en margir vestrænir sérfræðingar telja að 1.200 Rússar hafi fallið að meðaltali daglega í maí og júní.

Rússar hófu stórsókn í Kharkiv í maí og segjast hafa náð mörgum bæjum og þorpum á sitt vald. Mánuðina á undan höfðu þeir náð að hernema fleiri svæði en úkraínski herinn glímdi á sama tíma við skort á hermönnum og skotfærum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Myndband: Lífshættulegur framúrakstur á Holtavörðuheiði

Myndband: Lífshættulegur framúrakstur á Holtavörðuheiði
Fréttir
Í gær

Dularfullt fjöldamorð í Bangkok – Talin hafa drukkið blásýrublandað te á lúxushóteli

Dularfullt fjöldamorð í Bangkok – Talin hafa drukkið blásýrublandað te á lúxushóteli
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klóra sér í kollinum yfir árásarmanni Trump – Hvers vegna reyndi hann að myrða forsetaframbjóðandann?

Klóra sér í kollinum yfir árásarmanni Trump – Hvers vegna reyndi hann að myrða forsetaframbjóðandann?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi