fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Hryllingur í safaríferð – Fílahjörð traðkaði ferðamann til bana

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 20:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænskur ferðamaður á fimmtugsaldri lét lífið með hræðilegum hætti í safaríferð í Suður-Afríku um helgina. Maðurinn, sem var 43 ára gamall, steig út úr bifreið leiðsögumanns síns til að ná betri myndum af fílahjörð í Pilanesberg-þjóðgarðinum vinsæla. Alls voru fjórir ferðamenn um borð í bílnum, þar á meðal unnusta spænska ferðamannsins, en hann á að hafa látið varnaðarorð sem vind um eyru þjóta.

Ekki vildi betur til en svo að þrír kálfar voru í hjörðinni og réðust þrír fílar, þar á meðal móðir eins kálfsins, til atlögu við ferðamanninn sem þeim virtist stafa ógn af.

Í umfjöllun Daily Mail um harmleikinn kemur fram að spænski ferðamaðurinn hafi hlaupið öskrandi af hræðslu aftur að bifreiðinni en ekki náð tilbaka í tæka tíð. Atburðarásin hafi aðeins tekið um 30 sekúndur og hafi maðurinn látist nær samstundis. Hinir ferðamennirnir og leiðsögumenn hafi horft hjálparvana á ósköpin.

Slys sem þessi eru blessunarlega fremur sjaldgæf í safaríferðum þó þau gerist af og til. Í mars síðastliðinum lést til að mynda ferðamaður á áttræðisaldri í safaríferð í Sambíu. Þá réðst fíll á bifreið sem hann var farþegi í og velti henni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 
Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Í gær

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara