fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Fréttir

Gætið ykkar á sólinni og börnin sérstaklega

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 12:40

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þessar mundir er styrkur útfjólublárrar geislunar frá sólu í hámarki á Íslandi. Svokallaður UV-stuðull er notaður til að segja til um styrk sólar, og hæsta mögulega gildi UV stuðulsins á Íslandi er um 6. Mælst er til þess að sólarvarnir séu notaðar þegar UV-stuðull er 3 eða hærri.

Í færslu á vef Geislavarna er einstaklingum ráðlagt að gæta varúðar í sólinni, en daglega eru birtar mælingar á styrk útfjólublárrar geislunar á Íslandi á vefnum.

Í nýlegri vísindagrein kemur fram að húðkrabbamein eru algengustu krabbameinin hjá fólki með ljósa húð. Flest þessara húðkrabbameina eru af völdum útfjólublárrar geislunar og því er að miklu leyti hægt að koma í veg fyrir þau. Mismunandi leiðir eru til að verjast geislum sólar til dæmis með flíkum, með því að sitja í skugga, nota sólkrem og takmarka þann tíma sem fólk er óvarið í sól. Huga þarf sérstaklega að börnum þar sem að þau eru viðkvæmari fyrir geislum sólar en fullorðnir. 

Þegar ferðast er sunnar þá hækkar UV-stuðullinn, sem dæmi er hann 9 á Tenerife í dag, þegar sólin er hæst á lofti. Bent er á að til að sjá hvenær þörf er á að nota sólarvarnir yfir daginn þá er til dæmis hægt að nota alþjóðlega UV smáforritið SunSmart. Þar er hægt að sjá UV stuðulinn þar sem maður er staðsettur, hvar sem maður er í heiminum. 

Könnun Gallup á sólarvenjum ungmenna árið 2023 gefur sérstakt tilefni til að minna foreldra og ungmenni á sólarvarnir í sólarlandaferðum. Könnunin sýndi að um 75% ungmenna á aldrinum 12-17 ára höfðu brunnið á húð einu sinni eða oftar í sólarlandaferð á síðastliðnu ári. Algengast var að ungmennin höfðu orðið fyrir sólbruna í sólarlandaferðum en um 30% höfðu sólbrunnið í sólbaði á Íslandi, um 24% á öðru ferðalagi erlendis, um 19% í sumarvinnu á Íslandi og að lokum um 9% í ljósabekkjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd