fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fréttir

Ákærður fyrir að fremja líkamsárás með bíl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. júní 2024 18:00

Mynd: Getty. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur manni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.

Í nafnhreinsaðri ákæru segir að maðurinn hafi fimmtudaginn 29. apríl árið 2021 ekið bíl í tvígang aftan á annan bíl sem í voru ökumaður og farþegi. Bíllinn sem ekið var á tjónaðist en ökumaður hlaut eymsli og tognun í hálsi, eymsli í hnakkafestingum og tognun í lendhrygg.

Segir í ákærðu að ákærði hafi með framferði sínu stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu fólksins í augljósan háska.

Brotið er sagt varða við aðra málsgrein 218. gr. almennra hegningarlaga, en þar segir:

„Nú hlýst stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ. á m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sætir líkamsárás, hlýtur bana af atlögu, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.“

Ökumaðurinn í bílnum sem varð fyrir ákeyrslu ákærða krefst miskabóta upp á tvær milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Myndband: Lífshættulegur framúrakstur á Holtavörðuheiði

Myndband: Lífshættulegur framúrakstur á Holtavörðuheiði
Fréttir
Í gær

Dularfullt fjöldamorð í Bangkok – Talin hafa drukkið blásýrublandað te á lúxushóteli

Dularfullt fjöldamorð í Bangkok – Talin hafa drukkið blásýrublandað te á lúxushóteli
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klóra sér í kollinum yfir árásarmanni Trump – Hvers vegna reyndi hann að myrða forsetaframbjóðandann?

Klóra sér í kollinum yfir árásarmanni Trump – Hvers vegna reyndi hann að myrða forsetaframbjóðandann?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi