fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Fréttir

Hvalfjarðargöngum lokað vegna hjólreiðamanns

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. júní 2024 17:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað tímabundið út af hjólreiðamanni sem hafði hjólað inn í göngin. Þetta kemur fram á upplýsingavef Vegagerðarinnar, umferdin.is, en tilkynnt var um lokunina 17:31. Tæpu korteri síðar var tilkynnt að göngin væru opin á ný og vegfarendur beðnir að passa bilið milli ökutækja.

Sambærilegt mál kom upp seint í maí þar sem göngunum var lokað um hríð á meðan lögregla fylgdi hjólreiðamanni út úr göngunum á meðan aðrir vegfarendur þurftu að bíða, þar með talið Strætó. Sjónarvottur furðaði sig þá á því að lögregla hefði kosið að fylgja hjólreiðamanninum eftir á meðan hann hjólaði sína leið, fremur en að skutla honum út og gera honum að sækja hjólið við betra tækifæri.

Að sögn lögreglunnar á Vesturlandi  í maí var ekki talið ráðlegt að skilja hjólið eftir í göngunum. Tilfelli sem þessi væru fátíð og ekki væri því til venjur eða verkferlar um afgreiðslu þessa mála.

Hjóla má í gegnum öll göng á Íslandi nema Hvalfjarðargöng og Vaðlaheiðargöng. Hjólreiðamenn hafa í gegnum árin furðað sig á þessu banni, en það má rekja til öryggismála þar sem hjól eigi erfitt með að halda meðalhraða í gegnum göngin sem er um 70 km/klst. Umferð gangandi og hjólandi vegfarenda, umferð reiðmanna og rekstur búfjár er bannaður í göngunum nema með sérstöku leyfi lögreglustjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd