fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fréttir

Pósturinn og Krambúðin slá upp veislu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. júní 2024 09:05

Hundraðasta póstboxið var sett upp við Krambúðina á Flúðum í síðustu viku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pósturinn hefur sett upp póstbox við Krambúðina á Flúðum. Var þetta hundraðasta póstboxið og hefur það þegar verið tekið í notkun. Póstboxin hundrað mynda þétt net afgreiðslustaða hringinn í kringum landið. Til stendur að fagna þessum áfanga á Flúðum þann 14. júní, eins og segir í tilkynningu.

„Við ætlum að halda upp á þetta í samstarfi við Krambúðina á Flúðum og slá upp lítilli veislu þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki. Kátir krakkar geta fengið andlitsmálningu svo prinsessum og ofurhetjum mun eflaust fjölga til muna þennan dag á Flúðum,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins. „Svo verður lukkuhjólinu snúið og eiga allir möguleika á vinningi. Tveir heppnir þátttakendur verða dregnir út sem fá auk þess sumarlegan pakka fullan af fjölskyldufjöri.“

Frá árinu 2020 hefur póstboxum fjölgað úr átta í hundrað. „Þetta hefur verið hröð þróun en breyttar kaupvenjur kalla auðvitað á breytta póstþjónustu. Fólk á Flúðum og nágrenni getur nú nálgast pakkana sína hvenær sem er, alla daga ársins. Svo er líka hægt að póstleggja sendingar í póstbox á einfaldan hátt,“ segir Vilborg. 

„Veðurspáin er góð og við hlökkum til að hitta gesti og gangandi á föstudaginn kemur á litlu Pósthátíðinni okkar við Krambúðina. Við verðum þar á milli hálf fjögur og sex.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað
Fréttir
Í gær

Bandarískur blaðamaður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir í Rússlandi

Bandarískur blaðamaður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Stef ráðinn markaðsstjóri Blikk

Einar Stef ráðinn markaðsstjóri Blikk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mogginn gagnrýnir lögreglustjóra harðlega – „Ljóst að Höllu Bergþóru lög­reglu­stjóra varð illi­lega á í mess­unni“

Mogginn gagnrýnir lögreglustjóra harðlega – „Ljóst að Höllu Bergþóru lög­reglu­stjóra varð illi­lega á í mess­unni“