fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Fréttir

Landsliðsmaður safnar dósum – „Mikið óska ég að þetta breytist“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. júní 2024 18:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluvert hefur verið fjallað um kostnað keppenda í yngri landsliðum Íslands í körfubolta að undanförnu.

Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun með Valtý Birni Valtýssyni í gær þar sem hann sagði mörg dæmi vera um að fjölskyldur leikmanna þurfi að greiða mörg hundruð þúsund krónur svo að leikmenn geti spilað fyrir hönd Íslands á mótum erlendis. Staðan væri þannig að KKÍ hefði einfaldlega ekki efni á að standa straum af kostnaðinum við verkefnin.

Sumir þurfa því að fara óhefðbundnar leiðir til að fjármagna ferðalög sín og einn þeirra er Daníel Ágúst Halldórsson sem birti færslu í íbúahópi Grafarvogsbúa á Facebook.

Daníel Ágúst var valinn í lokahóp U20 ára landsliðsins í fyrradag en liðið býr sig nú undir Norðurlandamótið í Sodertalje í Svíþjóð í lok þessa mánaðar og svo er framundan Evrópumótið í Póllandi um miðjan júlí.

„Kæru nágrannar. Ég er að safna upp í kostnað á U20 landsliðsferðum í körfubolta sem er umtalsverður þrátt fyrir niðurgreiðslu KKÍ eða 560.000 kr. fyrir mig. Ef þið eigið poka af dósum eða flöskum sem þið viljið styrkja mig með eða eruð á vinnustað sem vill styrkja mig með poka af dósum eða flöskum þá endilega verið í sambandi,“ sagði Daníel sem er einn okkar efnilegasti leikmaður í körfubolta.

Margrét Elíasdóttir birti síðan athyglisverða færslu á Facebook í gærkvöldi en Margrét á þrjú börn sem leikið hafa með yngri landsliðum Íslands. Hún er móðir bræðranna Martins og Arnórs Hermannssonar og þá er dóttir hennar Anna Margrét í 18 ára landsliðinu. Benti hún á að landsliðsverkefni sumarsins hjá Önnu kostuðu hana 660 þúsund krónur.

„Staðan var eins þegar að Martin og Arnór fóru í gegn um sín landsliðsár. Mikið óska ég þess að þetta breytist, við erum farin að missa afrekskrakka úr landsliðum vegna kostnaðar sem er galið!,“ sagði hún.

Falur Harðarson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, tjáði sig um þetta undir færslu Margrétar.

„Þetta hefur ekkert breyst frá því ég fór í mína fyrstu landsliðsferð með 15 ára liði til Svíþjóðar fyrir rúmum 40 árum. Ráðamönnum og konum hefur alla tíð vantað getu og vilja til að koma þessu í betra horf! Ég spilaði yfir 100 A-landsleiki fyrir Ísland á 12 ára tímabili og aðeins eitt árið hafði ég atvinnu af því að spila körfubolta, en hin árin var ég í vinnu eða námi. Ég tók það einu sinni saman að eftir að ég lauk námi notaði ég 8 vikur af mínu sumarfríi til að spila fyrir Ísland.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd