fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fréttir

Vesturlönd ætla að nota rússneskt fjármagn til að vopna Úkraínu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. maí 2024 08:00

Var reynt að drepa Pútín? Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fljótlega verður byrjað að nota ávöxtun af þeim eignum Rússa, sem hafa verið frystar í Evrópu, til að fjármagna stríðsrekstur Úkraínumanna. Þetta verður kærkomin viðbót fyrir Úkraínumenn sem hafa átt undir högg að sækja síðustu vikur í baráttunni við rússneska innrásarherinn.

CNN segir að fjármálaráðherrar G7 ríkjanna hafi rætt málið á fundi á föstudaginn. Ræddu þeir hvernig hægt er að nota ávöxtun 260 milljarða evra gjaldeyrisvaraforða Rússa, sem var frystur á Vesturlöndum þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, til að styðja við bakið á Úkraínu.

Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu, sem hún flutti í Frankfurt í Þýskalandi á fimmtudaginn, að það sé mikilvægt og það liggi á að koma eigum Rússa, sem eru í vörslu Vesturlanda, í umferð til stuðnings Úkraínu.

Miðað er við að lána Úkraínu allt að 50 milljarða dollara og taka framtíðar ávöxtun frystu rússnesku eignanna sem tryggingu fyrir upphæðinni.

Vonast er til að hægt verði að undirrita samkomulag um þetta þegar leiðtogar G7 ríkjanna funda á Ítalíu í næsta mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna
Fréttir
Í gær

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg