fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Réttað var yfir lögreglumanni í dag – Ákærður fyrir ofbeldi við handtöku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. maí 2024 18:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Maggi gnúsari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli lögreglumanns sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi sem lögreglumaður.

Lögreglumanninum er gefið að sök að hafa farið offari við handtöku manns utandyra í Aðalstræti 16 í Reykjavík. Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 27. maí árið 2023.

Í ákæru segir að lögreglumaðurinn hafi ítrekað beitt úðavopni gegn manninum og sparkað í vinstri fótlegg hans án þess að hann veitti mótþróa við handtökuna. Hann hafi síðan slegið manninn fjórum sinnum með kylfu í líkamann þar sem  maðurinn lá á fjórum fótum, án þess að nauðsyn bæri til.

Meint brot lögreglumannsins eru sögð varða 132. grein og 1. málsgrein 217. greinar almennra hegningarlaga. Í fyrri greininni segir að ef opinber starfsmaður „gætir ekki af ásetningi eða stórfelldu gáleysi lögmætra aðferða við meðferð máls eða úrlausn, handtöku, hald, leit, fangelsan eða framkvæmd refsingar, eða við beitingu annarra áþekkra úrræða, þá skal hann sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, nema brot hans varði þyngri refsingu að lögum.“

Í 217. grein segir að hver sá sem gerist sekur um líkamsárás skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, séu afleiðingar árásarinnar ekki mjög alvarlegar, annars er refsiramminn víðari.

Búast má við að dómur falli í málinu fyrir 11. júní næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Í gær

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Í gær

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Í gær

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Í gær

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið