fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 22. apríl 2024 14:38

Ásdís Rán.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísdrottningin, athafnakonan og glamúrfyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir er komin með 1.500 meðmælendur, sem er lágmarksfjöldi til þess að bjóða sig fram til forseta Íslands.

Hún bætist því í hóp Katrínar Jakobsdóttur, Jóns Gnarr, Ástþórs Magnússonar, Baldurs Þórhallssonar, Höllu Tómasdóttur, Höllu Hrundar Logadóttur, Arnars Þórs Jónssonar og Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur.

„Stórum áfanga náð! Þetta var erfiðasti parturinn fyrir mig. Það eru kannski ekki margir sem gera sér grein fyrir því hversu stórt afrek þetta er. Það að kona úr mínum heimi hafi náð að komast inn á lista af topp tíu forsetaframbjóðendum,“ segir Ásdís Rán í samtali við DV.

„Þetta var auðveldara fyrir hina, enda allir tengdir inn í pólitík með einhverjum hætti og með reynslu og mikinn stuðning á þessu sviði frá flokksmönnum og hinum ýmsu hópum sem standa að baki þeirra. Næstu vikur verða hins vegar töluvert skemmtilegri fyrir mig þar sem sviðsljósið er mitt sérsvið og þar á ég vonandi eftir að fá að láta ljós mitt skína. Ég tek næstu skref með jákvæðni og æðruleysi að leiðarljósi og kem til dyranna eins og ég er klædd,“ segir hún kímin.

„Það eru öll meðmæli komin í hús já, ég ætla samt að halda áfram að þiggja meðmæli fram á lokadag til að vera örugg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tilkynnt um ungan dreng með hníf við Hagkaup í Skeifunni

Tilkynnt um ungan dreng með hníf við Hagkaup í Skeifunni
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjólreiðamann sem féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjólreiðamann sem féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun