fbpx
Mánudagur 26.janúar 2026
Fréttir

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. apríl 2024 13:58

Frá síðustu Verk og vit sýningu 2022.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í sjötta sinn dagana 18.-21. apríl 2024 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Á sýningunni kynna fyrirtæki og stofnanir í byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum vörur sínar og þjónustu. Sýningin er opin fagaðilum alla sýningardagana, en almenningi gefst kostur á að heimsækja hana helgina 20.-21. apríl, eins og segir í tilkynningu.

,,Mikill áhugi hefur jafnan verið á sýningunni, bæði meðal fagaðila og almennings, og hefur gestafjöldi verið um 25.000 síðustu ár en þetta er í sjötta sinn sem sýningin er haldin. Þannig hefur Verk og vit fest sig í sessi sem lykilviðburður og einskonar uppskeruhátíð í byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð á Íslandi. Rúmlega 100 sýnendur taka þátt í ár, sem er svipaður fjöldi og á síðustu sýningum,“ segir Áslaug Pálsdóttir, framkvæmdaastjóri AP almannatengsla sem er framkvæmdaðili sýningarinnar.

,,Fjölbreytileiki sýnenda hefur aldrei verið meiri á sýningunni en nú. Með Verk og vit höfum við ekki eingöngu verið að skapa tækifæri fyrir íslenska markaðinn til að kynna vörur sínar og þjónustu heldur einnig unnið að því að skapa tækifæri fyrir erlenda aðila til að taka þátt í sýningunni sem sjálfstæðir sýnendur eða undir formerkjum íslenskra félaga,“ segir Áslaug ennfremur.

Samhliða sýningunni verður einnig haldin ráðstefna og aðrir viðburðir. Meðal sýnenda verða byggingaverktakar, verkfræðistofur, tækjaleigur, hugbúnaðarfyrirtæki, framleiðendur, menntastofnanir og ráðgjafafyrirtæki og er mikill hugur í þeim að gera sýninguna sem glæsilegasta. Allt sýningarrými var orðið upppantað strax síðasta haust og ljóst að þeir sem hafa tekið þátt í fyrri sýningum ætluðu ekki að missa af viðburðinum í ár.

AP almannatengsl er framkvæmdaraðili sýningarinnar en samstarfsaðilar eru mennta- og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Byko og Landsbankinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Allt á suðupunkti í Minnesota: Mótmælendur sátu fyrir ICE-liðum fyrir utan hótel í gærkvöldi

Allt á suðupunkti í Minnesota: Mótmælendur sátu fyrir ICE-liðum fyrir utan hótel í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Kona í Hafnarfirði krefst skilnaðar en eiginmaðurinn finnst ekki

Kona í Hafnarfirði krefst skilnaðar en eiginmaðurinn finnst ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biðu endanlegan ósigur fyrir ríkislögreglustjóra

Biðu endanlegan ósigur fyrir ríkislögreglustjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Pétur lagði Heiðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundaeigandi vísar hörðum ásökunum í garð hundsins hans á bug – Sveitarstjórinn bannaði hundahaldið án tilskilinnar heimildar

Hundaeigandi vísar hörðum ásökunum í garð hundsins hans á bug – Sveitarstjórinn bannaði hundahaldið án tilskilinnar heimildar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir RÚV hafa tekið íslenska sjónvarpsþáttaröð úr birtingu og muni ekki birta hana aftur fyrr en að uppfylltum skilyrðum

Segir RÚV hafa tekið íslenska sjónvarpsþáttaröð úr birtingu og muni ekki birta hana aftur fyrr en að uppfylltum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Spyr hvort stjórnvöld séu reiðubúin að spyrja þjóðina um verðtrygginguna

Spyr hvort stjórnvöld séu reiðubúin að spyrja þjóðina um verðtrygginguna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bílastæðastríð á Grensásvegi – „Því miður höfum við því ekki annan kost en að ráðast í lögfræðilegar aðgerðir“

Bílastæðastríð á Grensásvegi – „Því miður höfum við því ekki annan kost en að ráðast í lögfræðilegar aðgerðir“