fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Þjáningar Láru Bjarkar eru rétt að byrja – Fingur og tær verða fjarlægð á mánudag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára Björk Sigrúnardóttir, sem veiktist lífshættulega af nýrnabilun á ferðalagi í Búlgaríu í marsmánuði, þarf að gangast undir aflimanir á mánudaginn. Verða teknir af henni fingur og tær. Lára Björk hlaut litla aðhlynningu á sjúkrahúsi í Búlgaríu og auk þess tafðist afar brýnt sjúkraflug hennar heim til Íslands á meðan búlgarskir heilbrigðisstarfsmenn voru að finna út úr því hvort teldist óhætt teldist að fyrir hana að fara í flugið.

„Hún er að fara í aðgerð á mánudag og það þarf að taka af henni útlimi. Það eru sannarlega ekki öll kurl komin til grafar og við erum að kanna réttarstöðu hennar, það stefnir í skaðabótamál,“ segir Guðbjörg Sif Sigrúnardóttir, systir Láru Bjarkar, í samtali við DV. Hún hefur hrundið af stað söfnun til styrktar systur sinni, sem stendur frammi fyrir miklum kostnaði vegna þessara hörmunga, auk þjáninga og heilsutaps.

Söfnunarreikningur: Kt. 161272-5239  0370-26-009391

Þurfti ekki að fara svona

„Hún er ekkja með þrjú börn og Sjúkratryggingar taka bara þátt í kostnaði upp að vissu marki. Hún þarf umbúðaskipti daglega og síðan meiriháttar umbúðaskipti með kremum og fleiru þriðja hvern dag, síðan eru það lyf og annað. Ég er að reyna að safna fyrir hana. Þetta sem hún lenti í var skelfilegt en árangurinn sem hún náði á fyrstu tveimur dögunum hér eftir að hún kom til landsins sýnir að þetta hefði aldrei þurft að fara svona. Henni var í raun haldið nauðugri úti þarna,“ segir Guðbjörg Sif.

Sjá einnig: Lára Björk liggur sárkvalin með nýrnabilun á búlgörsku sjúkrahúsi og fjölskyldan fær enga aðstoð – „Í mjög alvarlegu ástandi þar sem það er drep á fingrum og tám“

Guðbjörg Sif segir í FB-færslu um málið:

„Hún er einstæð móðir og ekkja sem lenti í því að vera á spítala í Búlgaríu í 3 vikur með þvagfærasýkingu sem leiddi upp í nýrun og hún fékk drep í útlimi. Það var mjög erfitt að koma henni heim en nú er hún komin og er búin að liggja inni á sjúkrahúsi hérna heima og búin að vera mjög veik. Hún er komin heim til sín í smá tíma þangað til eftir 2 vikur, þá þarf að fjarlæga allar tær og táberg af vinstri löpp og fingur, verður hún þá aftur innilggjandi á sjúkrahúsi. Þetta á eftir að verða langt og strangt bataferli hjá henni og mikil barátta. Þarf hún meðal annas að læra að ganga aftur. Hún er með 3 börn sem hún þarf að sjá um og það er mikill kosnaður kringum þetta allt.

Þeir sem geta og vilja styrkja hana geta lagt inn á reikning.

Með fyrirfram þökk“

Margt smátt gerir eitt stórt

Það hefur fyrir löngu sýnt sig í söfnunum af þessu tagi að margt smátt gerir eitt stórt. Þeim sem vilja styrkja Láru Björk og börnin hennar á þessum erfiðum tímum er bent á þennan söfnunarreikning:

Kt. 161272-5239   0370-26-009391

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“