fbpx
Mánudagur 27.maí 2024
Fréttir

Þjáningar Láru Bjarkar eru rétt að byrja – Fingur og tær verða fjarlægð á mánudag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára Björk Sigrúnardóttir, sem veiktist lífshættulega af nýrnabilun á ferðalagi í Búlgaríu í marsmánuði, þarf að gangast undir aflimanir á mánudaginn. Verða teknir af henni fingur og tær. Lára Björk hlaut litla aðhlynningu á sjúkrahúsi í Búlgaríu og auk þess tafðist afar brýnt sjúkraflug hennar heim til Íslands á meðan búlgarskir heilbrigðisstarfsmenn voru að finna út úr því hvort teldist óhætt teldist að fyrir hana að fara í flugið.

„Hún er að fara í aðgerð á mánudag og það þarf að taka af henni útlimi. Það eru sannarlega ekki öll kurl komin til grafar og við erum að kanna réttarstöðu hennar, það stefnir í skaðabótamál,“ segir Guðbjörg Sif Sigrúnardóttir, systir Láru Bjarkar, í samtali við DV. Hún hefur hrundið af stað söfnun til styrktar systur sinni, sem stendur frammi fyrir miklum kostnaði vegna þessara hörmunga, auk þjáninga og heilsutaps.

Söfnunarreikningur: Kt. 161272-5239  0370-26-009391

Þurfti ekki að fara svona

„Hún er ekkja með þrjú börn og Sjúkratryggingar taka bara þátt í kostnaði upp að vissu marki. Hún þarf umbúðaskipti daglega og síðan meiriháttar umbúðaskipti með kremum og fleiru þriðja hvern dag, síðan eru það lyf og annað. Ég er að reyna að safna fyrir hana. Þetta sem hún lenti í var skelfilegt en árangurinn sem hún náði á fyrstu tveimur dögunum hér eftir að hún kom til landsins sýnir að þetta hefði aldrei þurft að fara svona. Henni var í raun haldið nauðugri úti þarna,“ segir Guðbjörg Sif.

Sjá einnig: Lára Björk liggur sárkvalin með nýrnabilun á búlgörsku sjúkrahúsi og fjölskyldan fær enga aðstoð – „Í mjög alvarlegu ástandi þar sem það er drep á fingrum og tám“

Guðbjörg Sif segir í FB-færslu um málið:

„Hún er einstæð móðir og ekkja sem lenti í því að vera á spítala í Búlgaríu í 3 vikur með þvagfærasýkingu sem leiddi upp í nýrun og hún fékk drep í útlimi. Það var mjög erfitt að koma henni heim en nú er hún komin og er búin að liggja inni á sjúkrahúsi hérna heima og búin að vera mjög veik. Hún er komin heim til sín í smá tíma þangað til eftir 2 vikur, þá þarf að fjarlæga allar tær og táberg af vinstri löpp og fingur, verður hún þá aftur innilggjandi á sjúkrahúsi. Þetta á eftir að verða langt og strangt bataferli hjá henni og mikil barátta. Þarf hún meðal annas að læra að ganga aftur. Hún er með 3 börn sem hún þarf að sjá um og það er mikill kosnaður kringum þetta allt.

Þeir sem geta og vilja styrkja hana geta lagt inn á reikning.

Með fyrirfram þökk“

Margt smátt gerir eitt stórt

Það hefur fyrir löngu sýnt sig í söfnunum af þessu tagi að margt smátt gerir eitt stórt. Þeim sem vilja styrkja Láru Björk og börnin hennar á þessum erfiðum tímum er bent á þennan söfnunarreikning:

Kt. 161272-5239   0370-26-009391

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjórir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Reykjanesbraut

Fjórir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Reykjanesbraut
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Skatturinn krefur lífeyrisþega um milljónir fyrir mistök – „Það er eins og þessi tölvukerfi séu að reyna að búa til hjartaáfall hjá manni“

Skatturinn krefur lífeyrisþega um milljónir fyrir mistök – „Það er eins og þessi tölvukerfi séu að reyna að búa til hjartaáfall hjá manni“
Fréttir
Í gær

Anita hvetur yfirvöld til að segja nafn látinnar dóttur sinnar upphátt – „Þetta eru óafturkræf mistök, óafturkræf vanræksla“

Anita hvetur yfirvöld til að segja nafn látinnar dóttur sinnar upphátt – „Þetta eru óafturkræf mistök, óafturkræf vanræksla“
Fréttir
Í gær

Þetta eru dýrustu og ódýrustu borgir Evrópu til að fara í helgarferð

Þetta eru dýrustu og ódýrustu borgir Evrópu til að fara í helgarferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði foreldra í garð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna myglaðs leikskóla – „Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax!“

Mikil reiði foreldra í garð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna myglaðs leikskóla – „Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sló nokkur leitarorð inn í Google – Stuttu síðar hafði hún tapað aleigunni

Sló nokkur leitarorð inn í Google – Stuttu síðar hafði hún tapað aleigunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telur að Katrín vinni ef hún nær að gera þetta á lokasprettinum

Telur að Katrín vinni ef hún nær að gera þetta á lokasprettinum