fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Pósturinn opnar nýtt pósthús á Stórhöfða

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær opnaði Pósturinn nýtt pósthús á Stórhöfða 32 í Reykjavík sem kemur í stað þess sem var á Höfðabakka. Starfsfólkið tók á móti fyrstu viðskiptavinum dagsins, glatt í bragði, eins og segir í tilkynningu. 

Kjartan Flosason, forstöðumaður pósthúsa, segir að vel hafi tekist til. „Aðkoma fyrir viðskiptavini á Stórhöfða er mun betri og þar eru næg bílastæði.“

Á sama stað er auk þess sérstök vörumóttaka fyrir fyrirtæki sem eflaust mun spara einhverjum sporin. „Eins og fyrirtækin, sem eru í viðskiptum hjá okkur, þekkja vel er hægt að keyra inn í Póstmiðstöðina á hliðinni og skila af sér pökkum,“ segir hann.

Nýmálaðir veggir og nýuppgerð afgreiðsluborð prýða pósthúsið á Stórhöfða. „Við nýttum allt sem var heillegt af gamla pósthúsinu við Höfðabakka, flikkuðum upp á það og settum rauða póstlitinn á veggina,“ segir Kjartan. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Í gær

Heiðra sálardrottninguna Arethu Franklin

Heiðra sálardrottninguna Arethu Franklin
Fréttir
Í gær

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“