fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Varað við salmonellu í sælgæti

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 14:56

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við neyslu á nokkrum framleiðslulotum af Chalva sezamowa sælgæti, sem fyrirtækið Mini Market flytur inn, vegna salmonellu. Fyrirtækið hafi í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.

Tilkynningin um innköllunina kom í gegnum evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF um hættuleg matvæli og fóður á markaði.

Í tilkynningunni segir að innköllunin eigi aðeins við um eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Sultan
  • Vöruheiti: Chalwa Sezamowa
  • Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 09.07.2025 og allar eldri dagsetningar
  • Nettómagn: 100 g
  • Strikamerki: 5907180567512, 5906660133780, 5906660133254, 5906660133247, 5906660133230.
  • Framleiðandi (pökkunaraðili): Elis Ali Eski, Póllandi
  • Innflytjandi: Mini Market, Drafnarfelli 14, 111 Reykjavík.
  • Dreifing: Mini Market

Í tilkynningunni segir enn fremur að salmonella geti valdið alvarlegum veikindum hjá ungum börnum og eldra fólki og fólki með undirliggjandi sjúkdóma.

Neytendum sem keypt hafa vöruna sé bent á að neyta hennar ekki, farga eða fara með hana í verslunina til að fá endurgreiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt