fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Pútín hækkar „ónothæfan“ hershöfðingja í tign

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2024 05:15

Rustam Muradov t.v. og Sergei Shoigu varnarmálaráðherra. Mynd:Rússneska varnarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur útnefnt Rustam Muradov, hershöfðingja, sem næstæðsta yfirmann rússneska landhersins.

Rússneskir ríkisfjölmiðlar skýrðu frá þessu að sögn bandarísku hugveitunnar Institute for The Study of War sem segir að rússneska varnarmálaráðuneytið hafi þó ekki enn staðfest þetta opinberlega.

Ríkismiðillinn RBC segir að Muradov sé kallaður „Hetja Rússlands. Þetta vekur athygli í ljósi þess að í apríl á síðasta ári var hann rekinn úr stöðu yfirmanns hersins í austurhluta Rússlands fyrir að vera „ónothæfur“. Það sögðu rússneskir herbloggarar að minnsta kosti þá.

Ástæðan fyrir brottrekstri hans var mikið mannfall og tjón á hergögnum við úkraínska bæinn Vuhledar í ársbyrjun 2023. Það var sérstaklega ein misheppnuð árás sem var dropinn sem fyllti mælinn. Þá sögðu rússneskir hermenn að þeir hefðu misst 300 menn á fjórum dögum og sögðu að Muradov hafi verið alveg sama um það því það eina sem hann hefði í huga væri að fá heiðursmerki hjá Pútín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“