fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. desember 2024 11:30

Sigurgeir B. Kristgeirsson, forstjóri Vinnslustöðvarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, gagnrýnir ummæli Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ráðherra, sem vöktu mikla athygli á dögunum. Sagði Þorsteinn að verkakona í frystihúsi þurfi að borga þrefalt hærri vexti af íbúðinni sinni en eigandi frystihússins þegar hann fjárfestir.

Sigurgeir birtir grein á Vísir.is þar sem hann gagnrýnir þessi orð Þorsteins og segir þau ekki sannleikanum samkvæm:

„En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera? Um það get ég upplýst Þorstein og þá sem hafa áhuga á að kynna sér sannleikann.

  • Í fyrsta lagi verða vextir Vinnslustöðvarinnar á yfirstandandi ári af erlendum lánum (aðallega evrum) ríflega 8%.
  • Í öðru lagi verða vextir erlendra lána (aðallega dollara) í fiskvinnslu í Eyjum sem ég þekki til um 11%.
  • Í þriðja lagi verða vextir dótturfélags Vinnslustöðvarinnar í Portúgal af lánum þess í ár um 6%, en lánin eru öll í evrum.
  • Í fjórða lagi eru óverðtryggðir vextir nákomins ættingja míns liðlega 8% af húsnæðisláni í íslenskum krónum.

Dæmi nú hver fyrir sig um sannleiksgildi orða Þorsteins Pálssonar. Þess ber að geta að erlend lán Vinnslustöðvarinnar og fiskvinnslunnar í Eyjum eru tekin hjá íslenskum bönkum.“

Sigurgeir bendir á að verkakonur í íslenskum frystihúsum séu frá Evrópu, einkum Portúgal og Póllandi. Þær vinni í Vestmannaeyjum vegna hárra launa, „með þeim hæstu sem þær eiga kost á innan evrópska efnahagssvæðisins.“

Segir Sigurgeir að erlenda verkafólkið sækist eftir þessum háu launum og þessa vegna sé það á Íslandi en ekki heima hjá sér að njóta lágra vaxta.

Grein Sigurgeirs má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla