fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. desember 2024 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna svokallaðs kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við gervistéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Eflingu.

Sólveig Anna Jónsdóttir sendi brét til aðildarfyrirtækja SVEIT fyrir hádegi í gær þar sem tíundaðar voru sumar þær aðgerðir sem Efling hyggst ráðast í gegn SVEIT og einstökum aðildarfyrirtækjum, vegna hins ólögmæta kjarasamnings við Virðingu. Þegar hafa borist viðbrögð frá tugum fyrirtækja. 

Af þeim 108 fyrirtækjum sem fengu téð bréf sent hafa 22 fyrirtæki lýst því að þau hafi gengið úr SVEIT eða hafi óskað eftir úrsögn. Það eru fimmtungur þeirra fyrirtækja sem Efling sendi bréfið á. Þá hafa alls 33 fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningi Eflingar, eða tæpur þriðjungur. Þá hafa félaginu einnig borist staðfestingar á hinu sama frá fyrirtækjum sem ekki fengu umrætt bréf. 

Efling mun staðfesta móttöku allra þessara erinda.

„Ég er mjög ánægð með þau viðbrögð sem mér hafa borist frá forsvarsmönnum veitingahúsa. Langflestir hafa lýst yfir fullum vilja til að fylgja löglegum kjarasamningum og virða réttindi síns starfsfólks. Það er jafnframt ánægjulegt að sjá fyrirtækin segja sig úr SVEIT, en í því felst skýr afstaða gegn þeim ömurlega blekkingarleik sem SVEIT hafa sett á svið í gegnum gervistéttarfélagið Virðingu,“ segir Sólveig Anna. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Í gær

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“
Fréttir
Í gær

Trump varar við og segir að þetta land gæti orðið næsta skotmark

Trump varar við og segir að þetta land gæti orðið næsta skotmark