fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Pútín segir að Rússar muni gera tilraunir með ný ofurhljóðfrá flugskeyti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2024 07:30

Hér sést Oreshnik flugskeyta springa í Dnipro nýlega. Skjáskot/Telegram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar ætla að fjöldaframleiða Oreshnik-flugskeyti að sögn Vladímírs Pútíns sem segir að þetta nýja vopn hafi „sérstakan styrk og kosti“.

Pútín sagði þetta þegar hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi á föstudaginn.  Hann sagði að áfram verði haldið að gera tilraunir með þessi flugskeyti, þar á meðal á vígvellinum í Úkraínu en allt byggist þetta á stöðunni hverju sinni og hvaða ógnir steðja að öryggi Rússlands.

Rússar skutu slíku flugskeyti á Dnipro á fimmtudaginn. Náði flugskeytið 11 földum hljóðhraða á leið sinni að skotmarkinu.

Pútín sagðist nú þegar hafa gefið fyrirmæli um að byrjað verði að fjöldaframleiða þessa tegund flugskeyta. Hann sagði einnig að ekkert annað ríki búi yfir svipaðri flugskeytatækni og þetta flugskeyti er byggt á en um leið viðurkenndi hann að það sé aðeins tímaspursmál hvenær svo verði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Vinir og ættingjar Helgu Rakelar hrinda af stað söfnun – „Operation í stólinn fyrir jólin“

Vinir og ættingjar Helgu Rakelar hrinda af stað söfnun – „Operation í stólinn fyrir jólin“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir menn ákærðir fyrir að misþyrma einum

Tveir menn ákærðir fyrir að misþyrma einum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“
Fréttir
Í gær

Listamenn sárir yfir „óþarflega móðgandi“ synjunarbréfum- „Þetta þarfnast skýringa og afsökunarbeiðni til listamanna, sem er réttilega misboðið“

Listamenn sárir yfir „óþarflega móðgandi“ synjunarbréfum- „Þetta þarfnast skýringa og afsökunarbeiðni til listamanna, sem er réttilega misboðið“
Fréttir
Í gær

Magga Frikka leggur upp laupana

Magga Frikka leggur upp laupana