fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Guðmundur snýr baki við Viðreisn: „Ég get ekki áttað mig á því hver stefnan er“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2024 07:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Þetta þykja nokkur tíðindi enda var hann ofarlega á lista flokksins í Reykjavík norður í síðustu kosningum.

Guðmundur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

„Það er komin niðurstaða hjá mér hvað ég ætla að kjósa. Ég mun ekki kjósa Viðreisn þó ég hafi verið í fjórða sæti í Reykjavík norður í síðustu kosningum. Mun segja mig úr flokknum vegna stefnuleysis hans í öllum málaflokkum,“ segir hann og bætir við:

„Ég get ekki áttað mig á því hver stefnan er, önnur en að segja það sem talið er að kjósendur vilji heyra til ná í atkvæði og komast í ráðherrastóla. En samt að segja ekki neitt um það hvað á að gera eða það eru engar raunhæfar lausnir til að setja fram.“

Hann segir að áframhaldandi stuðningur við þéttingarstefnu á höfuðborgarsvæðinu muni eingöngu viðhalda verðbólgu og hærri vöxtum.

„Stjórnmálaflokkur sem ætlar ekki að viðurkenna þau efnahagsmistök sem búið að gera þar, er ekki að fara að leysa nein vandamál. Hvað ég ætla að kjósa mun ég ekki gefa upp. Er búinn að kynnast mörgu frábæru fólki þennan tíma, en nú skilja leiðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Slakað verði á reglum um innflutning hunda og katta

Slakað verði á reglum um innflutning hunda og katta
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

María opnar sig um áralangt ofbeldi – „Maður festist í fangelsi óttans“

María opnar sig um áralangt ofbeldi – „Maður festist í fangelsi óttans“
Fréttir
Í gær

Dæmdur fyrir ofbeldi í óþökk brotaþolans eftir að til stimpinga kom vegna hleðslutækis

Dæmdur fyrir ofbeldi í óþökk brotaþolans eftir að til stimpinga kom vegna hleðslutækis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir blasa við hvers vegna meðferðarstarfi á Íslandi fyrir unglinga með vímuefnavanda hafi farið aftur

Segir blasa við hvers vegna meðferðarstarfi á Íslandi fyrir unglinga með vímuefnavanda hafi farið aftur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Auðug kona keyrði niður mann á fyrsta stefnumóti – Kenndi rándýrum hælaskónum um

Auðug kona keyrði niður mann á fyrsta stefnumóti – Kenndi rándýrum hælaskónum um