fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 04:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar Donald Trump er að taka við embætti forseta Bandaríkjanna, þá er raunhæfur möguleiki á að ESB og Úkraína muni standa meira ein og á eigin fótum gegn Rússlandi. Sérfræðingar telja að lýðræðið sé að veði en geta ESB og Úkraína staðið gegn Rússlandi án þess að fá stuðning frá Bandaríkjunum?

Trump tekur við forsetaembættinu í janúar. Enginn veit hvernig það fer allt saman en margt bendir til að hann muni draga mjög eða algjörlega úr stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu og skilja Úkraínu og ESB ein eftir í baráttunni við Rússland.

Ef svo fer, þá þarf ESB heldur betur að skipta um gír ef koma á í veg fyrir að Rússland sigri í stríðinu. Þetta er mat margra sérfræðinga. Þeirra á meðal er Tymofyi Mylovanoy, sem var áður viðskiptaráðherra í stjórn Volodomyr Zelenskyy en er nú skólastjóri Kyiv School of Economics.

Í samtali við Jótlandspóstinn sagði hann að ef ESB geri ekki eitthvað, þá muni Úkraínumenn tapa stríðinu. Hugsanlega muni Evrópa þá vakna og það sé gott en ef það gerist ekki, þá blasi ný heimsmynd við þar sem ESB muni eiga í vök að verjast.

„ESB þarf annað hvort að halda aftur af Rússlandi með valdi eða verður hægt og bítandi að gefa hluta af Austur-Evrópu eftir. Ég tel ekki að til innrásar komi en rangt fólk verður kosið, það verða pólitísk afskipti, skemmdarverk, morð á stjórnmálamönnum, klofnar þjóðir. Allt þetta venjulega rússneska,“ sagði hann.

Flemming Splidsboel, sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá hugveitunni Dansk Institut for Internationale Studier, tók í sama streng: „Afleiðingarnar, ef ESB gerir ekkert, verða að Úkraína tapar stríðinu. Það er óbærileg tilhugsun. Það væri gott fyrir Rússland, þrátt fyrir að þetta verða mjög dýrt og það verður gott fyrir lönd sem vilja aðra skipan heimssmála.“

Hann sagði að þessu geti fylgt hætta á óstöðugleika á heimsvísu, að mannréttindi og lýðræði muni eiga í vök að verjast. Hinir sterku muni ráða meira og alþjóðlegar stofnanir muni verða meira í bakgrunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni