fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

SÍS sendir umdeildar leiðbeiningar til skólastjórnenda í aðdraganda verkfalls – Talin hvetja til verkfallsbrota

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. október 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband íslenskra sveitarfélaga(SÍS) sendi fyrir helgi út bréf til framkvæmdastjóra sveitarfélaga, leikskólastjóra og stjórnenda grunnskóla. Tilefnið voru fyrirhuguð skæruverkföll Kennarasambands Íslands sem að óbreyttu hefjast á morgun. Þar eru stjórnendur skóla hvattir til að leita leiða til að skólastarf truflist sem minnst. Sambærileg bréf voru send í aðdraganda verkfalla 2011 og 2004 og þóttu þá hvetja til verkfallsbrota.

Hvað leikskólana varðar þá eru stjórnendur minntir á að þeim beri skylda til að sjá til þess að starfsemi og þjónusta truflist sem minnst vegna verkfalls. Minnt er á að aðeins félagar í Félagi leikskólakennara eru á leið í verkfall. Stjórnendum beri að sjá til þess að allar deildir séu starfandi með því starfsfólki sem ekki fer í verkfall. Stjórnendur hafi heimild til að flytja starfsmenn milli deilda eftir þörfum og ekki sé skylt að loka deild þó deildarstjóri sé í verkfalli. Eins er minnt á að leikskólakennarar þiggja ekki laun á meðan verkfalli stendur og að laun í veikindaleyfum, námsleyfum og öðrum launuðum leyfum falla niður á meðan verkfall varir. Hið sama eigi um laun starfsfólk í orlofi.

Hvað grunnskóla varðar er minnt á að skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og deildarstjóri staðgengill á undanþágulista fara ekki í verkfall og „mega/eiga að sinna öllum þeim störfum sem þeir sinna venjulega samkvæmt starfslýsingu, hvort sem það er kennsla eða stjórnunarstörf“. Heimilt sé að nýta skólahúsnæðið á þann hátt sem sveitarfélagið kýs til kennslu. Sveitarfélögum sé heimilt að bjóða grunnskólanemendum upp á hvers konar gæslu eða umönnun og lengda viðveru í samræmi við þá þjónustu sem hefur verið í boði. Minnt er á að fjöldi starfsfólks er ekki í verkfalli og sinnir því störfum sínum að venju. Fyrir liggi þó að starfsemi muni skerðast og þurfi að skoða verkefnastöðu í því ljósi. Heimilt sé að breyta vinnuskipulagi annarra starfsmanna skóla, sem ekki eru í verkfalli, að svo miklu leyti að ekki verði litið svo á að þeir séu að ganga í störf kennara í verkfalli. Eins er minnt á að öll laun og launagreiðslur, hverju nafni sem þau nefnast séu „fryst“ á meðan verkfalli stendur.

Sambærileg bréf voru send í tengslum við verkföll leikskólakennara árið 2011 og taldi þáverandi formaður Félags stjórnenda leikskóla að verið væri að hvetja til verkfallsbrota. Sama var uppi í aðdraganda verkfalla grunnskólakennara árið 2004 en þá gagnrýndu kennarar að SÍS væri að hvetja til verkfallsbrota með því að benda sveitarfélögum á að þeim væri heimilt að nýta húsnæði skólans eins og þau vilja, svo sem með því að bjóða upp á gæslu.

Verkföll hefjast að óbreyttu í 9 skólum á miðnætti. Skólarnir eru eftirfarandi:

  • Leikskóli Seltjarnarness
  • Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ
  • Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík
  • Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki
  • Áslandsskóli í Hafnarfirði
  • Laugalækjarskóli í Reykjavík
  • Lundarskóli á Akureyri
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Tónlistarskóli Ísafjarðar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“
Fréttir
Í gær

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“
Fréttir
Í gær

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans
Fréttir
Í gær

„Menn sem aka svona „drekum“ hljóta að hafa efni á að borga í samræmi við það“

„Menn sem aka svona „drekum“ hljóta að hafa efni á að borga í samræmi við það“
Fréttir
Í gær

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“