fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Segir að líklega hefði verið betra að túlka ræðu danska konungsins fyrir íslensku gestina

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. október 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er Halla Tómasdóttir forseti Íslands í opinberri heimsókn í Danmörku. Talsverða athygli vakti hér á landi að forsetinn skyldi hafa talað að mestu leyti ensku í stað dönsku í ræðu sinni í hátíðarkvöldverði, í Kristjánsborgarhöll, sem var hluti af heimsókninni og fór fram í gærkvöldi. Þótti ýmsum ekki sæmandi að forseti Íslands skyldi ávarpa hina dönsku gestgjafa, þar á meðal Friðrik konung, á ensku en aðrir töldu það skipta litlu máli. Hins vegar hefur konungurinn einnig fengið slæma dóma fyrir sína ræðu og sérfræðingur í ræðumennsku veltir fyrir sér hvort það hefði ekki verið betra að túlka ræðuna fyrir hina íslensku gesti.

Skiptar skoðanir um dönskukunnáttu Höllu: „Þetta er til skammar“ – „Og hverjum er ekki skítsama?“

 

Það er ekki mikla umfjöllun að sjá um ræðu forsetans í dönskum fjölmiðlum en athygli vekur umfjöllun fjölmiðilsins B.T. en þar gefur sérfræðingur í ræðumennsku Friðriki konungi ekki háa einkunn fyrir sína ræðu í hátíðarkvöldverðinum. Segir sérfræðingurinn ræðuna hafa verið leiðinlega og flutning hennar hafa verið lélegan og telur það skýrast af því að konungurinn hafi viljandi talað hægt til að hinir íslensku gestir myndu skilja hann betur. Vill sérfræðingurinn meina að hafi sú verið raunin hefði verið betra að túlka ræðu konungsins fyrir Íslendingana.

Heimsókn Höllu var ekki bara tímamót fyrir hana sjálfa heldur einnig Friðrik konung og Maríu drottningu en þetta er í fyrsta sinn sem þau eru gestgjafar í opinberri heimsókn.

Getur betur

Mette Højen sérfræðingur í ræðumennsku segir að konungurinn hafi áður staðið sig nokkuð vel í að halda ræður og það sé því ljóst að hann geti betur. Flutningur ræðunnar hafi ekki tekist nógu vel. Hún kennir honum einum ekki um heldur einnig höfundi ræðunnar. Hún segir augljóst að efni ræðunnar hafi ekki passað við það sem konungurinn vildi segja.

Í ræðunni talaði konungurinn um samband Danmerkur og Íslands, menningu, loftslagsmál o.fl. Højen segir ræðuna hafa verið svo leiðinlega að hún hafi virkað ótrúverðug.

Hún segir ræðuna hafa verið þvingaða og ópersónulega og því augljóslega virkað illa fyrir konunginn. Ef ræðan hefði verið persónulegri og innilegri hefði hún komið betur út segir Højen.

Højen minnist einnig sérstaklega á flutninginn og segir konunginn hafa stamað mjög einkennilega þó nokkrum sinnum á meðan ræðunni stóð. Orðar hún það þannig að hann hafi höggvið í orðin (d. hakkede i ordene). Telur hún mögulegt að konungurinn hafi gert þetta viljandi til að hægja á sér til að hinir íslensku gestir myndu skilja hann betur. Højen segir að þetta hafi eyðilagt ræðuflutninginn:

„Ef ástæðan fyrir þessu var að ýta undir eitt málsamfélag (d. på grund af sprogfællesskabet) þá verður maður næstum að ræða hvort það hefði ekki verið betra að vera með túlk,“ segir Højen.

Hún bætir því að það sé hennar mat að konungurinn verði að standa sig betur þegar hann heldur ræður í framtíðinni. Danir vilji að konungur þeirra veiti innblástur með ræðum sínum, tengi vel við þróun heimsins en sýni um leið hvers konar þjóð Danir séu.

Myndband með ræðu konungsins má sjá í frétt DR og texta ræðunnar er að finna hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“