fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fréttir

Tómas Logi tilkynnir framboð til forseta

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. janúar 2024 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Logi Hallgrímsson, rafvirki og félagi í björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði, hefur formlega tilkynnt framboð sitt til embættis forseta Íslands.

Sjá einnig: Mun Tómas Logi bjarga Bessastöðum næst? – „Alvarlega að íhuga kosti og galli“ 

Það gerði hann með yfirlýsingu til fjölmiðla fyrir stuttu, í henni segir:

„Kæru landsmenn, Eftir mikla ígrundun og fjölda áskoranna úr ýmsum áttum síðustu daga hef ég tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands.
Það verður að segjast að ég átti alls ekki von á svona miklum stuðningi frá fólkinu í kringum mig, fjölskyldu, vinum og kunningjum.
Nú mun fara í hönd áætlanavinna um það sem framundan er og þigg ég alla þá aðstoð sem mér býðst í hvaða formi sem það er.
Með kærri kveðju: Tómas Logi Hallgrímsson.“

Tómas Logi er 37 ára, giftur og þriggja barna faðir. Á Facebook-síðu sinni segir hann:

„Jæja krakkar þá er komið að þessu. Ég hef tekið ákvörðun um að „kýla á það„. Takk fyrir öll þau fjölmörgu skilaboð sem ég hef fengið með hvatningu um að bjóða mig fram. Ég mun glaður þyggja þá aðstoð sem mér býðst í hvaða formi sem hún er, það er í mörg horn að lýta og ég þekki þau eflaust ekki öll.“

Tómas Logi er svo þegar búinn að setja upp síðu á Facebook fyrir framboðið: Tómas Logi á Bessastaði 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Í gær

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Í gær

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn