fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Tómas Logi tilkynnir framboð til forseta

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. janúar 2024 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Logi Hallgrímsson, rafvirki og félagi í björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði, hefur formlega tilkynnt framboð sitt til embættis forseta Íslands.

Sjá einnig: Mun Tómas Logi bjarga Bessastöðum næst? – „Alvarlega að íhuga kosti og galli“ 

Það gerði hann með yfirlýsingu til fjölmiðla fyrir stuttu, í henni segir:

„Kæru landsmenn, Eftir mikla ígrundun og fjölda áskoranna úr ýmsum áttum síðustu daga hef ég tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands.
Það verður að segjast að ég átti alls ekki von á svona miklum stuðningi frá fólkinu í kringum mig, fjölskyldu, vinum og kunningjum.
Nú mun fara í hönd áætlanavinna um það sem framundan er og þigg ég alla þá aðstoð sem mér býðst í hvaða formi sem það er.
Með kærri kveðju: Tómas Logi Hallgrímsson.“

Tómas Logi er 37 ára, giftur og þriggja barna faðir. Á Facebook-síðu sinni segir hann:

„Jæja krakkar þá er komið að þessu. Ég hef tekið ákvörðun um að „kýla á það„. Takk fyrir öll þau fjölmörgu skilaboð sem ég hef fengið með hvatningu um að bjóða mig fram. Ég mun glaður þyggja þá aðstoð sem mér býðst í hvaða formi sem hún er, það er í mörg horn að lýta og ég þekki þau eflaust ekki öll.“

Tómas Logi er svo þegar búinn að setja upp síðu á Facebook fyrir framboðið: Tómas Logi á Bessastaði 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“