fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Íslensk hjón fundust látin í íbúð í Torrevieja

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 15. janúar 2024 15:00

Fjölmargir Íslendingar eru búsettir í bænum Torrevieja, nálægt Alicante. Mynd/Wikipedia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk hjón á áttræðis og sjötugsaldri fundust látin í síðustu viku í íbúð sinni í bænum Torrevieja á Spáni. Ræðismaður Íslands í Orhuela Costa, vestan við Torrevieja, staðfestir þetta.

Að sögn ritara Ræðismanns hefur skrifstofan ekki upplýsingar um hvað kom fyrir. Aðeins að þau hefðu fundist látin í íbúð í umdæminu. Skrifstofunni barst tilkynning frá útfararstofu þann 10. janúar.

Samkvæmt heimildum DV fannst fólkið á sitthvorum staðnum í íbúðinni. Höfðu þau verið búsett á Spáni um nokkurra ára skeið.

Að sögn Ægis Þórs Eysteinssonar, fjölmiðlafulltrúa Utanríkisráðuneytisins, er ráðuneytið meðvitað um málið. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Ekki er vitað hvort að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu.

Leiðrétting: Fólkið var sambýlisfólk en ekki hjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“
Fréttir
Í gær

Útskýra hvers vegna Trump hatar vindmyllur eftir vanstilltan reiðilestur forsetans

Útskýra hvers vegna Trump hatar vindmyllur eftir vanstilltan reiðilestur forsetans
Fréttir
Í gær

Fíll drap milljarðamæring í Suður Afríku – Önnur árásin á stuttum tíma

Fíll drap milljarðamæring í Suður Afríku – Önnur árásin á stuttum tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ófrjóasta þjóð heimsins – Giftar konur hættar að eignast börn

Ófrjóasta þjóð heimsins – Giftar konur hættar að eignast börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðstöðuleysið við flakið sé vanvirða við þá sem lentu í slysinu – „Ótrúlega löng ganga sem maður fékk lítið fyrir“

Aðstöðuleysið við flakið sé vanvirða við þá sem lentu í slysinu – „Ótrúlega löng ganga sem maður fékk lítið fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“