fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Mikið slasaður eftir umferðarslys á laugardag – Lögregla óskar eftir vitnum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 12:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Bústaðavegar og Suðurhlíðar í Reykjavík síðastliðinn laugardag, 24. ágúst.

Í skeyti lögreglu kemur fram að tilkynning um slysið hafi borist klukkan 15.28, en þar varð árekstur bifreiðar og rafmagnshlaupahjóls.

„Í aðdragandanum var bifreiðinni ekið vestur Bústaðaveg, en við gatnamótin beygði ökumaður hennar til norðurs (akstursleið að Veðurstofu Íslands) þegar ökumaður rafhlaupahjóls ætlaði að þvera veginn á sama stað svo árekstur varð með þeim. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á slysadeild, en hann er mikið slasaður,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudni.p@lrh.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár