fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Stórbruni nálægt Stokkseyri

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 18:34

Mynd: Anton Brink. Tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldur kom upp í skemmu í Hof­túni norðan Stokks­eyr­ar og stendur slökkvistarf þar yfir.

Útkall barst upp úr fimm í dag og var allt til­tækt lið Bruna­varna Árnes­sýslu frá Sel­fossi og Þor­láks­höfn sent á staðinn.

Mbl.is greinir frá því að um er að ræða eld í tækja og búnaðar­skemmu. Pét­ur Pét­urs­son, slökkvi­stjóri hjá Bruna­vörn­um Árnes­sýslu, seg­ir að um tölu­vert tjón sé að ræða.

Mikill eldur er í húsinu samkvæmt frétt Sunnlenska. „Þetta er talsvert stórt hús og mikill eldur í því. Við erum með menn og bíla frá Selfossi og Þorlákshöfn ásamt tankbíl frá Hveragerði á leiðinni á vettvang,“ sagði Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri, í samtali við sunnlenska.is.

Uppfært kl. 18:46:

RÚV greinir frá því að tveir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar vegna gruns um að þeir hefðu hlotið reykeitrun.

Slökkviliðið hefur ráðið niðurlögum eldsins en er enn að störfum á vettvangi við að slökkva í glæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér