fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Saklaus, á nærbuxunum og við það að festa svefn þegar sérsveitin ruddist inn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. júní 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem var handtekinn á heimil sonar síns árið 2022 fær 170 þúsund krónur í bætur frá ríkinu. Bæturnar byggja á ákvæði laga um meðferð sakamála sem segir að ef maður er ekki borinn sökum í sakamáli eigi hann rétt til brjóta ef hann hefur beðið tjón af aðgerðum lögreglu. Maðurinn hafði krafist miskabóta að fjárhæð 1.000.000 þar sem hann taldi að aðgerðir lögreglu hefðu farið langt út fyrir meðalhóf og verið bæði tilefnislausar og niðurlægjandi. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 11. júní sl. 

Málið má rekja til ársins 2022. Þar höfðu nágrannar haft samband við lögreglu og lýst yfir áhyggjum af syni mannsins. Sonurinn hefði hagað sér undarlega að undanförnu og meðal annars skotið á bifreið. Þegar lögreglu bar að garði hittu þau manninn fyrir í bifreiðinni sem var sundurskorinn. Maðurinn tjáði þeim að sonur hans hefði skotið á bifreiðina, sem væri reyndar ónýt og ætti að henda. Þá kom sonurinn á vettvang og tilkynnti lögreglu að „hópur af svertingjum hefði ekið fram hjá og skotið á bílinn með vélbyssum.“

Lögregla fór þá að grafast fyrir um soninn. Sá átti vopn sem voru skráð í skotvopnaskrá, en skotvopnaleyfi sonarins reyndist útrunnið. Lögreglu grunaði að sonurinn hefði umráð fleiri vopna en skráin gaf til kynna. Því var aflað úrskurðar um húsleit og fékk lögreglan sérsveitina sér til aðstoðar.

Gripinn á nærbuxunum

Þannig fór það að kvöld eitt, þegar maðurinn var staddur á heimili sonar síns klukkan 19:34 og var við það að festa svefn, að sérsveitin ruddist inn í húsnæðið. Maðurinn sagði að sér hafi verið mjög brugðið. Hann hafi hrokkið upp við mikinn hávaða og strax greinilegt að lögreglan væri komin inn í húsið. Hann var á nærbuxunum einum fata en áður en hann náði að koma sér á fætur til að klæða sig höfðu sérsveitarmenn ruðst inn í svefnherbergið með „fyrirgangi og ógnandi látbragði“. Maðurinn fékk ekki að klæða sig heldur var handjárnaður og tilkynnt að hann hefði réttarstöðu sakbornings. Honum var þó ekki greint frá því hvað hann væri grunaður um að hafa gert, eða upplýstur um rétt sinn til að tjá sig ekki.

Um klukkustund síðar var manninum og syni hans sleppt. Maðurinn taldi að lögregla hafi beitt offorsi í aðgerðum sínum. Hann var ekki grunaður um neitt heldur sonur hans. Lögregla hefði heldur átt að gefa honum færi á að yfirgefa íbúðina á meðan leitin fór fram, sem hefði verið „lágmarks kurteisi“. Þessi framkoma hafi verið tilefnislaus og óforsvaranleg. Eina skýringin sem manninum datt í hug var að skoðanir hans og persóna hefðu valdið þessu harðræði.

Bregður þegar hann heyrir í þyrlum

Lögregla bar því við að meðalhófi hafi verið gætt. Hér hafi staðið til að leita hættulegra vopna og nauðsynlegt að tryggja návist þeirra sem fundust fyrir í húsnæðinu og að tryggja öryggi. Handjárna þurfti manninn til að koma í veg fyrir að hann kæmist í skotvopn. Leit hafi lokið klukkustund síðar og manninum þá sleppt.

Ríkið viðurkenndi strax að manninum bæri að fá bætur á grundvelli hlutlægrar bótareglu þar sem hann hefði ekki verið kærður fyrir nokkurn glæp. Maðurinn taldi sig þó eiga rétt til miskabóta þar sem lögregla hefði farið út fyrir meðalhóf og aðgerðir þeirra ólögmætar.

Dómari tók undir með íslenska ríkinu. Ljóst væri að manninum hefði fyrst og fremst verið brugðið út af húsleitinni og þótt niðurlægjandi að vera færður í járn á nærbuxunum. Maðurinn hefði þó ekki sýnt fram á varanlegar afleiðingar annað en að hann ætti til að hrökkva í kút þegar hann heyrir í þyrlum, sem minni hann á það þ egar þyrla Landhelgisgæslunnar kom að sækja sérsveitarmennina eftir húsleitina. Forsendur handtökuna hafi verið að tryggja öryggi, sem var rétt- og lögmætt, til að halda uppi lögum og reglum. Hæfilegar bætur væru því 170 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 
Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Í gær

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara