fbpx
Laugardagur 24.janúar 2026
Fréttir

Sahara vinnur Netty-verðlaunin

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. júní 2024 13:49

Eva Þorsteinsdóttir og Jón Gísli Ström hjá Sahara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsingastofan Sahara vann á dögunum til hinna virtu Netty-verðlauna í flokknum Digital Marketing (Best Cross-Channel Campaign (Hospitality)), fyrir stafrænu markaðsherferðina „Where Luxury Meets Tradition“ fyrir Torfhús Retreat.

Netty-verðlaunin eru meðal þeirra virtustu í stafræna heiminum og var komið á fót til að veita viðurkenningar fyrir árangur í stafrænni markaðssetningu og heiðra fólk og fyrirtæki í fremstu röð í meira en 100 mismunandi flokkum. Verðlaunahafar eru valdir á grundvelli fjölmargra þátta, þar er m.a. horft til hugmyndaauðgi, nýsköpunar, tæknilegrar getu og heildarárangurs á viðkomandi sviði. Netty-verðlaun setja þannig skýr viðmið um afburða vinnubrögð sem skila hámarksárangri.

„Það er ótrúlegur heiður fyrir okkur að hljóta þessa viðurkenningu frá Netty Awards. Starfsfólkið okkar hefur lagt þrotlausa vinnu og mikinn sköpunarkraft í herferðina fyrir Torfhús Retreat. Þessi verðlaun eru því til vitnis um dugnað þeirra og eldmóð og ég gæti ekki verið stoltari,“ segir Jón Gísli Ström, Stafrænn markaðsstjóri og Partner hjá Sahara. 

Where Luxury Meets Tradition er afrakstur af samspili allra deilda hjá Sahara, allt frá vefsíðuhönnun og strategíu til framleiðslu markaðsefnis og umsjónar með herferðinni. Hvert smáatriði er vandlega ígrundað og öll nálgun var gagnadrifin frá upphafi til enda. Á þann hátt tókst að hámarka allar niðurstöður og nýta birtingafé á sem hagkvæmastan hátt. Árangur herferðarinnar kom strax fram, áhugi á Torfhús Retreat óx dag frá degi og bókanir fóru fram úr öllum væntingum.

„Eigendur Torfhús Retreat veittu okkur fullkomið frelsi til að hanna herferðina frá upphafi til enda. Við berum mikla virðingu fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir því það er ekki sjálfgefið að fá frjálsar hendur til að vinna verkefni fyrir fyrirtæki sem býður slíka háklassa vöru. Það gerði okkur kleift að víkka rammann og skapa eitthvað alveg nýtt og við þökkum fyrir það traust sem okkur var sýnt. Við einsettum okkur að gera herferð sem sýnir hvernig lúxus og hefð er blandað saman á óaðfinnanlegan hátt og verðlaunin eru staðfesting á mikilli vinnusemi, frumlegri hugsun og þeim eldmóði sem við lögðum í verkið ,“ segir Eva Þorsteinsdóttir, viðskiptastjóri og partner hjá Sahara. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Margir Íslendingar viðurkenna að tilkynna sig veika án þess að vera veikir

Margir Íslendingar viðurkenna að tilkynna sig veika án þess að vera veikir
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Dæmið mig af verkum mínum, ekki af einhverju sem ég kom hvergi nærri“

„Dæmið mig af verkum mínum, ekki af einhverju sem ég kom hvergi nærri“
Fréttir
Í gær

Willum ætlar ekki í formannsframboð en hvetur aðra manneskju til þess

Willum ætlar ekki í formannsframboð en hvetur aðra manneskju til þess
Fréttir
Í gær

Segir klúður í vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar hafa valdið fjölda fólks líkamstjóni

Segir klúður í vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar hafa valdið fjölda fólks líkamstjóni
Fréttir
Í gær

Grútskítugir bílar í Reykjavík: „Þarf þetta að vera svona?“

Grútskítugir bílar í Reykjavík: „Þarf þetta að vera svona?“
Fréttir
Í gær

Afsakar grín um hækjuleysi fyrrum ráðherra og níðir næsta mann – „Hann telur sig hafa allt sem prýtt gæti góðan frambjóðanda“

Afsakar grín um hækjuleysi fyrrum ráðherra og níðir næsta mann – „Hann telur sig hafa allt sem prýtt gæti góðan frambjóðanda“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja að Friðfinnur verði úrskurðaður látinn – Hvarf fyrir meira en þremur árum

Vilja að Friðfinnur verði úrskurðaður látinn – Hvarf fyrir meira en þremur árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nauðgaði 13 ára stúlku, faldi hana í tjaldi fyrir barnavernd og gaf henni fíkniefni

Nauðgaði 13 ára stúlku, faldi hana í tjaldi fyrir barnavernd og gaf henni fíkniefni