fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fréttir

Lögreglan hyggst kæra 48 leigubílstjóra

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júní 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að 48 leigubílstjórar eigi yfir höfði sér kæru vegna brota á leyfisreglum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en þar kemur fram að viðamiklu eftirliti með leigubólum hafi verið haldið úti í miðborginni um helgina. Lögreglan kannaði þá með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Í tæplega helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir vegna grunsemda um brot á lögum, eins og áður segir.

Þá hafa 32 leigubílstjórar einnig verið boðaðir til að mæta í skoðun með ökutæki sín.

Eftirlitinu verður haldið áfram en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar lögreglumanna frá lögregluliðunum á Vesturlandi og Suðurlandi við þetta eftirlit um helgina, auk þess sem fulltrúar frá Skattinum og Samgöngustofu voru með í för.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“