fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2024
Fréttir

Fasteignafélagið Þórkatla kynnir leiguverð fasteigna í Grindavík – Taka við fyrstu eignunum í dag

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. maí 2024 15:10

Örn Viðar Skúlason framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Þórkötlu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignafélagið Þórkatla mun miða leiguverð íbúðarhúsnæðis félagsins við markaðsleigu að teknu tilliti til aðstæðna í Grindavík á hverjum tíma. Ákveðið hefur verið að leigan út þetta ár nemi um 25% af markaðsleigu á Suðurnesjum. Leigan verður í kringum 625 kr. á fermetra út þetta ár. Það verður því til dæmis hægt að leigja 100 fermetra hús í Grindavík á 62.500 kr. á mánuði. Auk þess greiðir leigutaki hita og rafmagn.

Félagið hefur ákveðið að fyrst um sinn verði fasteignir eingöngu leigðar til fyrri eigenda þeirra. Félagið mun kynna nánari tilhögun á leigu eignanna á næstunni. Þegar fram líða stundir verður skoðað að leigja út til annarra þær eignir í Grindavík sem seljendur hafa ekki óskað eftir forgangsrétti til. Kemur þetta fram í tilkynningu frá fasteignafélaginu.

Leiga mun taka mið af brunabótamati

Til lengri tíma litið verður horft til markaðsleigu við leigu fasteigna til fyrri eigenda en tekið tillit til aðstæðna í bænum á hverjum tíma. Leiguverðið mun taka mið af brunabótarmati eignanna og mánaðarleigan miðast við 0,5% af brunabótamati á hvern fermetra. Þetta þýðir að fyrir hús þar sem brunabótamat á fermetra er 500.000 kr. verður leigan, áður en tekið er tillit til aðstæðna í Grindavík , 2.500 krónur á fermetra.

Þórkatla tekur á móti fyrstu eignunum í dag

Þau tímamót eiga sér stað í dag að fasteignafélagið Þórkatla tekur við fyrstu eignunum í Grindavík. Fram fara sérstakir skilafundir þar sem fulltrúar félagsins og seljendur fara yfir ástand eigna og gerð er sérstök skilaskýrsla. Seljendur munu fá boðun á skilafundinn í tölvupósti.

Búið að samþykkja 85% umsókna

Fasteignafélagið Þórkatla hefur nú samþykkt kaup á 660 fasteignum í Grindavík að kaupvirði um 52 milljarða króna. Þetta er um 85% þeirra 781 umsókna sem félaginu hafa borist. Félagið hefur þegar samþykkt nær allar umsóknir sem bárust fyrir 16. apríl og ekki eru með frávik sem kalla á sérstaka skoðun. Þá hefur félagið nú boðið 513 aðilum kaupsamning eða 66% allra umsækjenda. Þinglýstir kaupsamningar eru 471 og hefur félagið greitt 22,2 milljarða króna í kaupsamningsgreiðslur og yfirtekið lán hjá 16 lánastofnunum að upphæð 11,4 milljarðar króna. 

Ýmsar skýringar eru á töfum í einstaka málum

Nokkuð hefur verið fjallað um kvartanir seljenda sem beðið hafa afgreiðslu sinna mála hjá fasteignafélaginu Þórkötlu. Þar er yfirleitt um frávik að ræða sem valdið hafa því að ekki hefur verið að hægt að klára þau mál á einfaldan hátt. Í sumum tilfellum hafa minniháttar atriði eins og útrunnin rafræn skilríki seljenda tafið málin. Oftar er þó um að ræða flóknari úrvinnsluatriði eins og áhvílandi tryggingarbréf frá einkaaðilum og lánveitendum sem standa utan rammasamkomulags lánveitenda og Þórkötlu. Þá hefur komið upp að veð hvíli enn á eignum vegna uppgreiddra lána sem farist hefur fyrir að aflétta af eigninni.

Fasteignafélagið Þórkatla hvetur umsækjendur sem enn bíða afgreiðslu til að kynna sér áhvílandi lán á sínum eignum og vinna í að aflétta tryggingarbréfum og slíkum lánum sem tafið gætu framkvæmdina.

Nokkur mál kláruð skriflega í þessari viku

Í þeim tilfellum sem ekki hefur verið hægt að klára kaup og þinglýsingu í rafrænu ferli hefur verið gerð gangskör í að vinna þau mál skriflega. Í þessari viku verða kláruð nokkur mál gagnvart dánarbúum og aðilum sem ekki hafa rafræn skilríki. Þá er félagið enn að leggja mat á nokkrar húseignir sem eru á byggingarstigi. Loks hefur verið kallað eftir nánari upplýsingum frá aðilum sem hafa óskað eftir undanþágu frá skilyrði um lögheimili. Einnig stendur nú yfir vinna með Búmönnum og HMS að útfærslu á lausn fyrir búseturéttarhafa í Grindavík.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tugir þúsunda Rússa neyðast til að flýja frá Tyrklandi

Tugir þúsunda Rússa neyðast til að flýja frá Tyrklandi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Alvöru sumar fyrir norðan og austan um helgina

Alvöru sumar fyrir norðan og austan um helgina
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Maður á sextugsaldri ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Undanskildir Grindvíkingar undirbúa hópmálsókn gegn ríkinu – „Þetta setur fólk í hrikalega stöðu“

Undanskildir Grindvíkingar undirbúa hópmálsókn gegn ríkinu – „Þetta setur fólk í hrikalega stöðu“