fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Steinunn Ólína: „Það fyndnasta og örvæntingarfyllsta sem fram hefur komið“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. maí 2024 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og forsetaframbjóðandi, gerir stuðningsyfirlýsingu Víðis Reynissonar, Kára Stefánssonar og Þórólfs Guðnasonar að umtalsefni á Facebook-síðu sinni.

Það vakti athygli margra í gær þegar þríeykið, sem var áberandi í fréttum í kringum kórónuveirufaraldurinn, birtist í myndbandi á stuðningsmannasíðu Katrínar á Facebook.

Þórólfur segir til dæmis að Katrín hafi leitt þjóðina í gegnum faraldurinn af stillingu og sameinað hana í baráttunni gegn veirunni. Kári og Víðir tóku í svipaðan streng.

Steinunn Ólína virðist ekki hafa miklar áhyggjur af stuðningsyfirlýsingum þremenninganna og er raunar frekar hlátur í huga.

„Þetta er það fyndnasta og örvæntingarfyllsta sem fram hefur komið. Þrír karlar úr Efri- deild kallaðir á dekk. ,,Veljið rétt annars fer illa!” ,,Treystið okkur til að vita betur!”

Það er ekkert að óttast, trúið mér. Við erum fullfær um að hugsa og taka sjálfstæðar ákvarðanir sjálf,“ segir hún og bætir við:

„Ég minni á lag þursaflokksins, Pínulítill karl, sem hefði nú bætt falska hljóðmynd þessara myndbanda til muna. Ef þið hlustið á lagið takið þá eftir hvernig okkar ástkæri stórsöngvari Egill Ólafsson hlær með sjálfum sér þegar hann syngur lagið. Það er óborganleg túlkun enda er Egill Ólafsson stórveldi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“