fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Saka Rússa um að nota efnavopn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. maí 2024 04:13

Hermenn búnir undir efnavopnanotkun. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld saka Rússa um að nota efnavopn í stríðinu í Úkraínu og úkraínskir hermenn hafa skýrt frá því að þeir hafi orðið fyrir efnavopnaárásum á vígvellinum í austurhluta landsins.

Bandaríska utanríkisráðuneytið birti í síðustu viku yfirlýsingu þar sem Rússar eru sagðir hafa notað efnavopnið „chloropicrin“ gegn úkraínskum hermönnum. Ef rétt reynist, þá er það brot á alþjóðlegum samþykktum um bann við notkun efnavopna.

Úkraínskir hermenn styðja þessa yfirlýsingu Bandaríkjamanna og segjast hafa orðið fyrir barðinu á umræddri gastegund en hún getur banað fólki.  Ef efnið er hitað upp í 10 gráður veldur það köfnun og dauða.

Í yfirlýsingu Bandaríkjamanna segir einnig að Rússar hafi notað „táragas sem vopn í Úkraínu“ en það er einnig brot á samþykktum um bann við notkun efnavopna.

Reuters hefur eftir úkraínskum hermönnum að rússneskir hermenn hafi beitt „efnum sem líkjast táragasi“ í austurhluta landsins. Segja þeir að þetta valdi pirringi í augum og valdi ógleði og svima.

Reuters hefur eftir úkraínskum hermanni, sem hefur gælunafnið Ray“ að Rússarnir kasti handsprengjum með efnavopnum úr drónum. „Þetta er ekki banvænt en þetta er truflandi og maður verður óvígur. Það er mjög erfitt að sinna verkefnum þegar maður hefur andað þessu að sér,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“