fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. apríl 2024 11:00

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fór ásamt tónlistarmanninum Emmsjé Gauta yfir fréttir vikunnar í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Ræddu þeir meðal annars ríkisstjórnarskiptin í vikunni og undirskriftalista á Ísland.is sem beint er gegn Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra en þegar þessi orð eru rituð hafa tæplega 38.000 manns skrifað undir listann. Voru Brynjar og Emmsjé Gauti á öndverðu meiði um listann en sá fyrrnefndi segir hann bæði hallærislegan og plebbalegan og fela í sér óvirðingu við lýðræðið.

Brynjar byrjaði á því að segja um listann þegar talið barst að honum:

„Það finnst mér skrýtið. Mér finnst það skrýtnast af öllu.“

Brynjar var þá spurður hvað væri svona skrýtið við listann:

„Bíddu, heyrðu. Það eru ákveðnar reglur lýðræðisins sem gilda. Eitthvert stafrænt áreiti með þessum hætti.“

Brynjar var ekki sammála Emmsjé Gauta og stjórnendum þáttarins um að þetta væri fulldjúpt í árina tekið:

„Hverju er verið að mótmæla? Þetta er bara aðför að ráðherranum.“

Brynjari var þá bent á að undirskriftalistinn kveður á um að þau sem skrifa undir séu þar með að lýsa yfir að viðkomandi styðji ekki Bjarna sem forsætisráðherra:

„Bíddu, það er bara ríkisstjórn. Það eru kosningar. Hvað er að fólki? Til hvers eruð þið að þessu? Þetta er jafn gáfulegt eins og undirskriftasöfnun að fá mig til að vera þulur eða kynnir í Eurovision.“

Fylgjandi málfrelsi en listinn samt hallærislegur

Brynjar var því næst spurður hvort hann væri ekki fylgjandi málfrelsi:

„Auðvitað má fólk gera hvað sem er mín vegna. Mér finnst þetta bara svo hallærislegt. Mér finnst þetta bara svo plebbalegt. Það er ekki bannað að vera plebbalegur en þetta er svo hallærislegt að það hálfa væri nóg.“

Brynjar bætti síðan við:

„Þetta er svo hallærislegt að ef menn sjá það ekki hef ég verulegar áhyggjur af þjóðinni. Ég segi bara þið getið mótmælt en eitthvað svona og það á Ísland.is.“

Emmsjé Gauti sagði þá eðlilegt að fólk léti óánægju sína í ljós með þessum hætti og minnti á að listinn fæli ekki í sér kröfu um afsögn Bjarna. Hann væri þó á því að fólk ætti að tala snyrtilega. Brynjar greip þessi orð á lofti:

„Gerir það það? Það er vegið að honum. Það er ráðist að honum. Það er ráðist að honum fyrir utan ráðherrabústaðinn. Það er hent í hann glimmer. Þetta er allt sama fólkið.“

Brynjar var þá spurður hvort undirskriftasöfnun væri jafn slæm og þessi atriði:

„Mér finnst þetta hallærislegt. Þetta er óvirðing við lýðræðið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Í gær

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við