Pósturinn brá á leik með Strætó þann 1. apríl. Það er ekki alveg sannleikanum samkvæmt að koma eigi póstboxum fyrir í strætó en Pósturinn heldur áfram að setja póstbox upp um allt land.
Sjá einnig: Strætóbox Póstsins tekin í notkun
„Okkur er mikið í mun að koma póstboxunum fyrir sem víðast svo allir landsmenn eigi greiðan aðgang að þeim. Þau eru 90 talsins í dag en -miðað við allar áætlanir verða þau líklega orðin 100 í lok næsta mánaðar, segir Vilborg Ásta Árnadóttir markaðsstjóri Póstsins.
Hún vill þakka Strætó kærlega fyrir að taka þátt í sprellinu 1. apríl. „Ég veit ekki hvort einhver trúði þessu en ég var næstum búin að sannfæra sjálfa mig um að þetta væri kannski ekki svo afleit hugmynd. Það er svo gaman að taka þátt í vitleysunni þennan dag, léttir lundina í vorhretinu.”