fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Var í felum á Íslandi í samtals tvö ár

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 15:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag féll úrskurður í Landsrétti vegna kröfu Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að erlendur maður skyldi úrskurðaður í gæsluvarðhald. Héraðsdómur varð við kröfunni og hafði maðurinn áfrýjað til Landsréttar. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn í kjölfar þjófnaðar en þá hafi komið í ljós að hann hefði farið huldu höfði hér á landi í rúmt ár. Var það í annað sinn á rúmum sex árum sem maðurinn var hér í felum í svo langan tíma. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn.

Í úrskurðinum segir að 19. febrúar síðastliðinn hafi lögreglan haft afskipti af manninum vegna þjófnaðar úr verslun við Tryggvagötu í Reykjavík. Hann var ekki með skilríki og neitaði að gefa upp dvalarstað sinn hér á landi og var þá handtekinn til að hægt væri að kanna nánar heimild hans til dvalar í landinu.

Maðurinn var með bakpoka á sér sem búið var að útbúa sérstakt „invols“ í til að þjófavörn myndi ekki fara í gang þegar gengið væri fram hjá öryggishliði verslana.

Við rannsókn lögreglu kom í ljós að maðurinn hafði sótt um hæli hér á landi 2017 en umsókn hans synjað og vísa hafi átt honum úr landi í mars 2018. Fannst maðurinn þá ekki og fór hér huldu höfði í rúmt ár þar til lögreglan hafði afskipti af honum vegna þjófnaðar í verslun í apríl 2019. Átti hann eftir það að tilkynna sig alla virka daga á lögreglustöð. Því sinnti hann hins vegar ekki. Atburðarásin er þó óskýr í úrskurðinum en þar segir bæði að hann hafi verið handtekinn í apríl 2019 og úrskurðaður í gæsluvarðhald og að hann hafi sætt tilkynningarskyldu en ekki verið hnepptur í gæsluvarðhald.

Manninum var hins vegar loks vísað úr landi í nóvember 2019.

Kom aftur með nýtt nafn

Maðurinn kom hins vegar aftur til landsins í byrjun árs 2023 og sótti á ný um hæli. Hafði hann þá breytt eftirnafni sínu. Í febrúar 2023 var hann hins vegar skráður týndur í kerfum Útlendingastofnunar og hafði farið huldu höfði síðan þá og fram til 19. febrúar síðastliðins þegar lögreglan hafði afskipti af honum í versluninni við Tryggvagötu.

Í úrskurðinum segir meðal annars að lögreglunni hafi ekki tekist að staðfesta auðkenni mannsins. Í kröfu sinni um gæsluvarðhald vísaði lögreglan meðal annars til þess að maðurinn hefði áður komið sér undan ákvörðunum um brottvísun. Einnig var vísað til þeirrar staðreyndar að maðurinn hefði ekki framvísað vegabréfi og haldið til hér á landi ólöglega með óljóst viðurværi og samastað. Þess vegna sé nauðsynlegt að úrskurða hann í gæsluvarðhald á meðan mál hans er til meðferðar.

Í úrskurðinum er tekið undir þau sjónarmið lögreglunnar að líkur sé á að maðurinn muni koma sér undan brottvísun og því dugi ekki vægari úrræði en gæsluvarðhald.

Mun maðurinn því sitja í gæsluvarðhaldi fram til 5. mars næstkomandi.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“