fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Sigurður vill að stofnaður verði Þjóðarsjóður til að mæta meiriháttar áföllum – „Sagan mun endurtaka sig“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. janúar 2024 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Kári Kristinsson, lögmaður og stjórnarformaður Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ), segir að hamfarirnar í Grindavík og nágrenni ættu að vekja stjórnmálamenn til umhugsunar um mikilvægi þess að fyrir hendi sé varasjóður sem nýta mætti þegar tjón verður sem hvorki hefðbundnar vátryggingar né náttúruhamfaratryggingar bæta.

Þetta segir Sigurður Kári í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

„Nú hafa stjórn­völd kynnt aðgerðir í þágu Grind­vík­inga. Þeim er ætlað að koma til móts við kröf­ur um upp­kaup rík­is­ins á íbúðar­hús­næði í Grinda­vík. Þær munu koma til viðbót­ar við þá vernd sem NTÍ veit­ir,“ segir hann í grein sinni og bætir við að hvernig sem aðgerðirnar munu reynast sé nauðsynlegt að draga lærdóm af atburðunum í Grindavík.

„Þegar er ljóst að ham­far­irn­ar munu ganga nærri sjóðum NTÍ. Í kjöl­farið er nauðsyn­legt að fjár­mögn­un NTÍ verði tryggð svo stofn­un­in geti staðið und­ir skuld­bind­ing­um sín­um í framtíðinni, því sag­an mun end­ur­taka sig,“ segir hann en umræddur sjóður, Þjóðarsjóður eins konar, mætti nýta þegar tjón verður sem hvorki hefðbundnar vátryggingar né náttúruhamfaratryggingar bæta.

Bendir Sigurður Kári á í grein sinni að náttúruhamfaratryggingar bæti ekki tjón sem ekki hefur orðið. Þannig hafi hluti húsa í Grindavík ekki orðið fyrir skemmdum en standa á svæði sem færustu sérfræðingar telja ekki búandi á.

„Mis­mun­andi skoðanir kunna að vera uppi um hvort þau lög sem um NTÍ gilda leiði til bóta­rétt­ar eig­enda þeirra og upp að hvaða marki. Allt hef­ur þetta valdið óvissu. Sú óvissa hef­ur eðli­lega valdið óör­yggi, jafn­vel reiði, sem er skilj­an­legt við þess­ar aðstæður,“ segir hann meðal annars.

Í ljósi þessa segir Sigurður að nauðsyn Þjóðarsjóðs blasi við nú þegar nauðsyn­legt þykir að ráðast í upp­kaup á fjölda fast­eigna í Grinda­vík sem ekki er víst að fá­ist bætt­ar, í stað þess að fjár­magna kaup­in úr rík­is­sjóði eða með sér­tækri skatt­heimtu.

„Þetta reynd­um við líka í covid-19-far­aldr­in­um og í kjöl­far hruns­ins. Í báðum til­vik­um varð þjóðarbúið fyr­ir meiri hátt­ar efna­hags­áföll­um. Ófyr­ir­séð rösk­un á sam­göngu­innviðum og orku­fram­leiðslu­kerf­um okk­ar, að ógleymd­um vist­kerf­is­breyt­ing­um, gæti í framtíðinni haft í för með sér al­var­leg efna­hags­leg áföll,“ segir hann.

Nefnir Sigurður Kári að slíkan sjóð mætti starf­rækja til hliðar við NTÍ.

„Hann mætti fjár­magna með afrakstri af sam­eig­in­leg­um nátt­úru­auðlind­um okk­ar, t.d. arðgreiðslum frá Lands­virkj­un eða öðrum ábata af nýt­ingu auðlind­anna. Reynsl­an sýn­ir að minnsta kosti að til mik­ils er að vinna fyr­ir okk­ur að vera vel und­ir­bú­in næst þegar áföll af þeirri stærðargráðu sem við nú upp­lif­um dynja á okk­ur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt
Fréttir
Í gær

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður segir að við séu búin að missa tökin – „Hvað vorum við að hugsa?“

Þingmaður segir að við séu búin að missa tökin – „Hvað vorum við að hugsa?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“