fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Rosalegt myndband sýnir viðbragðsaðila bjarga vinnuvélum frá hraunflæðinu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. janúar 2024 10:59

Mynd: Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar eldsumbrotin hófust í morgun, kl.7.57 blasti við að hraunflæðið byrjaði að renna í átt að vinnuvélum á svæðinu sem að notaðar höfðu verið til að vinna að varnargörðum við bæinn.

Snör handtök urðu hins vegar til þess að vinnuvélunum var bjargað undan hrauninu og hér að neðan má sjá rosalegt myndband þar sem sjá má viðbragðsaðila hlaupa til og bjarga vélunum með hraunstrauminn óhugnalega nærri.

Blessunarlega tókst að bjarga öllum tækjunum, enda bestu og stærstu vinnuvélar landsins, og þeirra bíður mikilvægt hlutverk því hafist hefur verið handa við að loka skarði í varnarveggnum við Grindavík sem að liggur yfir Grindavíkurveg. Varnarveggurinn heldur aftur af meginhluta straumsins enn sem komið er og virðist virka vel þó að ljóst sé að ef að hraungosið stendur lengi yfir þá má hann síns lítið.

Önnur sprung kom hins vegar upp innan varnargarðanna en rennslið er mun minna í þeirri sprungu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?