fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Innviðir undir – Biðlar til fólks að fara ekki að skoða gosið – „Gefið okkur vinnufrið til að bjarga því sem hægt er að bjarga“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 14. janúar 2024 10:27

Víðir Reynisson Mynd: Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðspurður um hvaða mannvirki eru í hættu segir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna við RÚV í fréttatíma kl. 10:

„Það sem er næst eru innviðir, kalda vatnið, heita vatnið og rafmagnið og Grindavíkurvegur er það sem hraunið stefnir í átt að, það er það sem er fyrst undir sýnist okkur.“

Segir hann Grindavíkurveg rofinn og lokaðan. „Það skiptir minnstu máli hvort hraun renni yfir hann þarna,“ segir Víðir og segir menn hafa meiri áhyggjur af innviðum.

Unnið var að því að bjarga vinnuvélum eftir að vinna við varnargarða var stöðvuð í nótt. „Það er búið að bjarga þeim tækjum sem var reynt að bjarga.“

Segir hann ekki hægt að útiloka að hraun renni til bæjarins. „Nú er náttúran við stjórnvölinn og við þurfum að bregðast við því sem gerist þarna. 

Ég minni á að við ætluðum að tæma bæinn á morgun vegna hættunnar af sprungunum. Sprungur hafa stækkað og nýjar myndast og varasamt að fara í þá vinnu,“ segir Víðir um hvort verði reynt að bjarga húsum í Grindavík. 

„Eins og venjulega þyrpist fólk að og vill skoða þetta. Ef menn átta sig á alvöru málsins og hvað er undir, vinsamlega gefið okkur vinnufrið til að bjarga því sem hægt er að bjarga. Við erum búin að eyða allt of miklum tíma í að vísa almenningi frá sem við hefðum getað nýtt í annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“