fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Hjálmari sagt upp og skýtur föstum skotum á Sigríði Dögg – „Ég tel for­mann­inn ekki starfi sínu vax­inn“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 11:57

Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmari Jónssyni hefur verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands. Þetta kemur fram í frétt Mbl.is en þar kemur að ástæðan sé ágreiningur hans og formanns félagsins, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, um stefnu félagsins. Ekki var óskað eftir frekara vinnuframlagi Hjálmars á uppsagnarfrestinum og hefur hann því lokið störfum fyrir félagið.

„Ég tel for­mann­inn ekki starfi sínu vax­inn og ég tel held­ur ekki að fólk sem hef­ur ekki hrein­an skjöld í fjár­mál­um og gef­ur ekki skýr­ing­ar í þeim efn­um eigi að vera í for­svari fyr­ir fé­lag eins og Blaðamanna­fé­lag Íslands sem stend­ur fyr­ir gildi op­inn­ar og lýðræðis­legr­ar umræðu,” seg­ir Hjálmar í stuttu viðtali við Mbl.is.

Sjá einnig: Formaður Blaðamannafélags Íslands svarar fyrir ásakanir um skattalagabrot- „Við höfum enga sérmeðferð fengið“

Hjálm­ar hef­ur starfað sem fram­væmda­stjóri BÍ frá ár­inu 2003 en hef­ur starfað fyr­ir fé­lagið allt frá ár­inu 1989. Hann var formaður félagsins til ársins 2021 þegar hann steig til hliðar og Sigríður Dögg tók við eftir að hafa sigrað í formannskosningu.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands
Mynd: Aðsend

Í tilkynningu um starfslok Hjálmars á vef Blaðamannafélagsins segir að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli stjórnar og framkvæmdastjórar sem ekki væri sýnilegt að yrði leyst úr. Þar segir:

Á undanförnum misserum hafa áherslur í starfsemi félagsins breyst og hefur stjórn unnið að endurskipulagningu á skrifstofu BÍ sem endurspeglar þessar breytingar. Hluti af fyrirhuguðum breytingum er ráðning nýs framkvæmdastjóra. Samhliða henni vildi stjórn bjóða núverandi framkvæmdastjóra nýtt starf innan félagsins. Markmið þess var að fá inn nýtt starfsfólk, með reynslu og þekkingu sem nýttist í þau verkefni sem stjórn hefur ákveðið að ráðast í. Um leið að tryggja að þekking og reynsla fráfarandi framkvæmdastjóra nýttist félagsmönnum, sem og stjórn og nýjum framkvæmdastjóra, þannig að tryggja mætti sem best vandaða yfirfærslu verkefna. 

Í því ferli hefur hins vegar orðið trúnaðarbrestur á milli stjórnar og framkvæmdastjóra sem stjórn telur að ekki verði leyst úr. Var það niðurstaða stjórnar að ekki væri lengra komist í samstarfi stjórnar og fráfarandi framkvæmdastjóra og að  nauðsynlegt væri að hann hætti störfum svo tryggja mætti viðunandi starfsskilyrði á skrifstofu félagsins. Þá geti stjórn ekki unnið áfram þau verkefni sem hún hefur sett sér í starfsáætlun við óbreyttar aðstæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“