Áður var sérsvið Metinvest námuvinnsla og stálvinnsla en nú framleiðir fyrirtækið eftirlíkingar af hergögnum í verksmiðju á leynilegum stað.
Meðal þess sem fyrirtækið framleiðir eru eftirlíkingar af fallbyssum. Þeim er komið fyrir nærri fremstu víglínu svo að Rússar telji þær raunverulegar og og noti rándýr flugskeyti, sem eru einnig af skornum skammti, til að eyðileggja þær.
Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og hefur eftir starfsmanni fyrirtækisins, sem nýtur nafnleyndar af öryggisástæðum, að þessa dagana fái úkraínski herinn alla framleiðslu fyrirtækisins og það honum að kostnaðarlausu.
Nú tekur það starfsmenn fyrirtækisins fjóra daga að setja eina fallbyssu saman en í upphafi tók það mun lengri tíma en æfingin hefur svo sannarlega skapað meistarann í þessum efnum. Í upphafi tók það tvær þrjár vikur að smíða eina fallbyssu. Fyrstu módelin voru ekki nægilega vel gerð til að villa um fyrir Rússum en nú er sagan önnur. Búið er að bæta tæki, sem sendir frá sér hita sem sést í innrauðum myndavélum, við módelin. Þannig er hægt að blekkja Rússana.