fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Lést í skelfilegum árekstri við lyftara í miðbæ Reykjavíkur – Safnað fyrir ekkju hans og þrjú ung börn

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 26. september 2023 13:00

Marek Dementiuk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marek Dementiuk lést í umferðarslysi þann 13. september síðastliðinn í miðbæ Reykjavíkur, á mótum Lækjargötu og Vonarstrætis. Marek keyrði sendibifreið sem lenti í árekstri við skotbómulyftara með þeim hörmulegu afleiðingum að hann var útskurðaður látinn á vettvangi slyssins þegar viðbragðsaðilar komu að. 

Marek var fæddur árið 1986 og var því  aðeins 37 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn á aldrinum sex til tólf ára sem eiga nú um sárt að binda. 

Marek og eiginkona hans Kinga fluttu til Íslands frá Póllandi árið 2007 með von um betra líf. Hann starfaði við smíðar hér á landi og eignaðist stóran hóp vina og samstarfsfélaga.  Útför Marek fór fram 22. september í Njarðvíkurkirkju, en fjölskyldan er búsett í Reykjanesbæ. 

Marek Dementiuk

Stofnaður hefur verið styrktarreikningur til að létta álagi af fjölskyldu hans og er reikningurinn á nafni og kennitölu Kingu, eftirlifandi eiginkonu hans.

Munum að margt smátt gerir eitt stórt.

Kennitala: 040984-4619
Reikningur: 0123-15-129201 

Sjá einnig: Banaslys í miðborg Reykjavíkur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum