fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Óhamingja sækir á íslensku þjóðina – Og það mun reynast okkur dýrt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. september 2023 09:00

Hvað gerir okkur hamingjusöm?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem íslenska þjóðin verði sífellt óhamingjusamari. Nú telja 55% fullorðinna sig hamingjusama en á síðasta ári var hlutfallið 60%.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur, sviðsstjóra lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis, að ansi mikið þurfi til að sjá breytingu í hamingjumælingu þjóða.

„Þegar ég fór fyrst að skoða þetta voru 85% fullorðinna 18 ára og eldri sem svöruðu á skalanum 8-10 og töldu sig mjög hamingjusöm,“ sagði hún. Eins og áður sagði er hlutfallið nú komið niður í 55%, svo breytingin er umtalsverð.

Dóra sagði að hamingjustuðullinn hafi ekki lækkað mikið í efnahagshruninu og hafi ungmenni komið betur út þá og hafi það verið talið tengjast betra sambandi þeirra við foreldra sína.

„Það gerðist hins vegar ekki í covid-faraldrinum, og það má segja að undanfarin ár hafi þessar tölur verið að lækka og í fyrra fór talan niður í 60% í fyrsta skipti og núna sjáum við að aðeins 55% fullorðinna telja sig mjög hamingjusöm,“ sagði hún.

Hún sagði að bresk yfirvöld hafi reiknað út að eitt stig í hamingju jafngildi 13.000 pundum á mann, en það eru um tvær milljónir króna. Hún sagði þetta háar tölur og það verði að skoða málin betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Langmesta orkuöryggið á Íslandi

Langmesta orkuöryggið á Íslandi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Einar pantaði sendingu að utan og birtir mynd af reikningnum frá Póstinum – „Löglegt rán að degi til“

Einar pantaði sendingu að utan og birtir mynd af reikningnum frá Póstinum – „Löglegt rán að degi til“
Fréttir
Í gær

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við
Fréttir
Í gær

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“