fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Ásmundur Einar vígði nýja deild í Borgarholtsskóla – Ánægður með framsóknargrænan litinn á klippunum

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 14. september 2023 13:55

Ráðherrann klippti á borðann með framsóknargrænum klippum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, vígði nýja pípulagningadeild Borgarholtsskóla við hátíðlega athöfn fyrr í dag.  Hann boðar nýbyggingu við skólann á næstu tveimur árum til að mæta auknum fjölda nemenda í iðn- og verknámi.

„Þetta er fyrsta skrefið. Ég segi skref því inn í þessum áformum er að stækka Borgarholtsskóla. Við ætlum að hanna og greina það á næsta ári hvernig sú viðbygging á að vera og nota árið 2025 til að framkvæma,“ sagði Ásmundur Einar meðal annars í ræðu sinni.

Skólinn kallar deildina Skarpaskjól en Skarphéðinn Skarphéðinsson, deildarstjóri í pípulögnum, hefur haft veg og vanda að því að koma gera aðstöðuna klára á aðeins nokkrum mánuðum. Ásmundur benti á að deildin minnti lítið á hina hefðbundnu kennslustofu. Þetta væri sérhæft húsnæði fyrir kennsluna sem þarna færi fram, eitthvað sem honum hugnaðist vel.

Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, tók einnig til máls og sagði að þau 30 ár sem hann hefði starfað innan skólakerfisins hefði hann barist lengi fyrir því að hugað sé að kennsluhúsnæðinu því allt of oft hefðu Íslendingar sett list-, verk- og starfsnám í húsnæði sem hannað væri til bóknáms.

„Allir birgjar og atvinnulífið hafa tekið okkur opnum örmum og styrkt skólann með miklum velvilja. Staðið við bakið á okkur sem erum að mennta fólk í iðngreinum. Það skiptir öllu máli,“ sagði Ársæll en atvinnulífið hefur stutt vel við bakið á pípulagningadeildinni í formi gjafa og velvildar.

Að því loknu fékk Ásmundur að spreyta sig á pípulögnum og klippti svo loks á pípulagningaborða með Framsóknargrænum klippum og vígði nýja deild skólans undir dynjandi lófataki gesta. Hann bætti við að hann væri sérstaklega ánægður með litinn á klippunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Langmesta orkuöryggið á Íslandi

Langmesta orkuöryggið á Íslandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar pantaði sendingu að utan og birtir mynd af reikningnum frá Póstinum – „Löglegt rán að degi til“

Einar pantaði sendingu að utan og birtir mynd af reikningnum frá Póstinum – „Löglegt rán að degi til“
Fréttir
Í gær

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við
Fréttir
Í gær

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“