fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Gossvæðið opnað fyrir almenningi – Gosfarar þurfa að hafa þetta í huga

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 15:08

Myndina tók Jón Steinar Sæmundsson í gærkvöld 10. júlí.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgos hófst við fjallið Litla Hrút á Reykjanesskaga klukkan 16:40 í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni kl. 15 kemur fram að opnað hefur verið inn á svæðið frá Suðurstrandarvegi en EKKI  frá öðrum vegum eða vegaslóðum.

Leið upp að gosstöðvunum er það sem viðbragðsaðilar kalla Meradalaleið, sjá mynd. Veðurstofa Íslands mun gefa út uppfært hættukort af svæðinu eftir klukkutíma eða svo.  Ganga þarf um 20 km leið fram og til baka.  Gönguferðin hentar því alls ekki öllum.

Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega.   Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar.  Hætta eykst þegar vind lægir.  Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar.  Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum.

Klæða sig vel – hlaða símann – skoða vefsíður/fjölmiðla 

Göngumönnum er bent á að klæða sig eftir veðri, nesti sig og vera með fullhlaðna farsíma. Ekki er tryggt öryggi farsíma á svæðinu.

Bílum skal lagt á merktum stæðum við Suðurstrandarveg en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar. 

Þeir gangi að gosstöðvum sem treysta sér til þess, vel búnir og nestaðir.  Upplýsingar má nálgast á Safetravel, Almannavarnir og Veður, áður en lagt er af stað á gossvæðið. Fylgist með vindátt og fréttaflutningi, en fjölmiðlar hafa verið með mjög upplýsandi og góðan fréttaflutning af gosinu.

Akstur utan vega er bannaður.

Ferðamenn fari að fyrirmælum viðbragðsaðila.  Fjallið Keilir er inn á merktu hættusvæði.

Spá veðurvaktar um gasdreifingu

Norðlæg átt, 5-10 m/s, 8-13 á morgun. Gasmengunin berst því til suðurs og gæti hennar orðið vart í m.a. Grindavík og á Suðurstandarvegi.
Mun hægari vindur um tíma í nótt.  Gasmengun gæti dreifst víða kringum upptakasvæðið í fyrramálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“